Arnar: Tók 45 mínútur að fatta að við vorum að spila við toppliðið Skúli Arnarson skrifar 19. ágúst 2019 21:31 Strákarnir hans Arnars eru enn í fallbaráttu. vísir/daníel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var svekktur að fá ekkert út úr leiknum gegn KR í kvöld. Honum fannst bikarleikurinn í síðustu viku hafa setið í mönnum. „Þetta er bara svekkjandi. Okkur vantaði 5% á öllum sviðum í fyrri hálfleik. KR voru aggresívari og sterkari heilt yfir. Mér fannst samt óþarfi að fá á okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik vorum við betri með boltann en náðum ekki að skapa okkur neitt af viti. Mér fannst vera smá bikarþynnka í báðum liðum og það vantaði gæðin sem maður sá hjá báðum liðum í bikarleikjunum.“ KR skoruðu á 43. mínútu og voru eftir það gífurlega þéttir. Arnari fannst vantar meiri klókindi í sína menn. „KR er með gífurlegt „know how“ í sínu liði og vita hvernig á að vinna leiki. Um leið og þeir náðu forskoti þá var erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við þurftum bara að vera klókari á síðasta þriðjung.“ Athygli vakti að Arnar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik. „Halldór [Smári Sigurðarson] var meiddur en svo var þetta taktískt með Kwame [Quee]. Hann var ekkert búinn að vera neitt slakari en hver annar en ég vildi bara fá ferskari lappir inn. Það gekk svosem ágætlega, seinni hálfleikurinn var eign okkar án þess þó að við höfum náð að skapa neitt.“ Það brutust út gífurleg fagnaðarlæti þegar Víkingur tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í bikarnum í síðustu viku. Arnar segir að það hafi verið miklar tilfinningar í þeim leik. „Bikarleikurinn í vikunni var mjög tilfinningaríkur leikur og tók á bæði líkamlega og andlega. Það tók 45 mínútur í dag að fatta það að við vorum að spila við toppliðið í deildinni.“ Víkingur mætir Grindavík í næsta leik sem er gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. „Við þurfum að ná upp ákefðinni sem við vorum með í leiknum við Blika í bikarnum til þess að vinna þessa leiki.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 1-0 | Kristján Flóki kom KR-ingum aftur á sigurbraut Eftir tvö töp í röð vann KR 1-0 sigur á Víkingi R. sem eru enn í harðri fallbaráttu. 19. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var svekktur að fá ekkert út úr leiknum gegn KR í kvöld. Honum fannst bikarleikurinn í síðustu viku hafa setið í mönnum. „Þetta er bara svekkjandi. Okkur vantaði 5% á öllum sviðum í fyrri hálfleik. KR voru aggresívari og sterkari heilt yfir. Mér fannst samt óþarfi að fá á okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik vorum við betri með boltann en náðum ekki að skapa okkur neitt af viti. Mér fannst vera smá bikarþynnka í báðum liðum og það vantaði gæðin sem maður sá hjá báðum liðum í bikarleikjunum.“ KR skoruðu á 43. mínútu og voru eftir það gífurlega þéttir. Arnari fannst vantar meiri klókindi í sína menn. „KR er með gífurlegt „know how“ í sínu liði og vita hvernig á að vinna leiki. Um leið og þeir náðu forskoti þá var erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við þurftum bara að vera klókari á síðasta þriðjung.“ Athygli vakti að Arnar gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik. „Halldór [Smári Sigurðarson] var meiddur en svo var þetta taktískt með Kwame [Quee]. Hann var ekkert búinn að vera neitt slakari en hver annar en ég vildi bara fá ferskari lappir inn. Það gekk svosem ágætlega, seinni hálfleikurinn var eign okkar án þess þó að við höfum náð að skapa neitt.“ Það brutust út gífurleg fagnaðarlæti þegar Víkingur tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í bikarnum í síðustu viku. Arnar segir að það hafi verið miklar tilfinningar í þeim leik. „Bikarleikurinn í vikunni var mjög tilfinningaríkur leikur og tók á bæði líkamlega og andlega. Það tók 45 mínútur í dag að fatta það að við vorum að spila við toppliðið í deildinni.“ Víkingur mætir Grindavík í næsta leik sem er gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. „Við þurfum að ná upp ákefðinni sem við vorum með í leiknum við Blika í bikarnum til þess að vinna þessa leiki.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 1-0 | Kristján Flóki kom KR-ingum aftur á sigurbraut Eftir tvö töp í röð vann KR 1-0 sigur á Víkingi R. sem eru enn í harðri fallbaráttu. 19. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur 1-0 | Kristján Flóki kom KR-ingum aftur á sigurbraut Eftir tvö töp í röð vann KR 1-0 sigur á Víkingi R. sem eru enn í harðri fallbaráttu. 19. ágúst 2019 21:00