Finnst könnunin ekki pappírsins virði Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2019 11:00 ÍTF gagnrýnir hvernig könnunin var framkvæmd. Hér eru ungir leikmenn að krossa við. MYND/LEIKMANNASAMTÖK ÍSLANDS Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30
Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn