Nokkrir hlutir til að hafa í huga um verslunarmannahelgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 15:58 Tjaldbúðir í Herjólfsdal. Vísir/Vilhelm Það er margt um að vera um Verslunarmannahelgina og margir á leiðinni á einhverja útihátíðanna sem verða um helgina. Þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga til að helgin verði eins góð og hún mögulega getur.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelginaAkstur um verslunarmannahelgina Mikilvægt er að keyra varlega en búist er við mikilli umverð um alla helgina en þá sérstaklega á föstudag og mánudag. „Þjóðvegur er eins og dans, þú getur verið að dansa vínarvals, rúmbu og diskó en allir þurfa sitt pláss. Þetta er dáldið svipað með þjóðveginn, við erum með litla bíla, við erum með stóra bíla, við erum með mótorhjól, við erum með hjólhýsi og reiðhjólamenn. Þeir eru allir að nota þetta sama dansgólf og það er ekkert voðalega stórt, það þurfa allir sitt pláss,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ökutæki verða að vera í góðu standi, þannig að fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum sem hugsanlega ískrar í bremsum eða eitthvað svona , þá verður aðeins [að laga það], við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð og menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum.“ Gagnleg forrit fyrir verslunarmannahelginaSkyndihjálp: Rauði krossinnSlysin geta gerst og þá er gott að hafa leiðarvísi sem aðstoðar þig við að bregðast við í aðstæðunum. Hins vegar er mikilvægt að hafa samband við viðbragðsaðila ef slysið er alvarlegt og minnum við á að hringja í neyðarlínuna.Find My FriendsEkki er ólíklegt að einhver einn úr vinahópnum týnist í mannmergðinni, sama hvort það sé á Þjóðhátíð í Eyjum, Einni með öllu eða Norðanpaunk. Oft er erfitt að ná sambandi og erfitt er að heyra í hringingunni út af látunum. Þá er ráð að hlaða niður Find My Friends, sem gefur þér staðsetningarpunkt vina þinna.Battery Life DoctorMargir sem fara í útilegur hafa ekki greiðan aðgang að innstungum og eru hleðslubankar því nauðsynlegir. Þeir duga hins vegar bara skammt og þá sérstaklega ef margir nota sama bankann. Því er Battery Life Doctor mjög sniðugt, til að minna þig á að slökkva á forritum ef þau eyða of miklu rafmagni.ShazamEf þú heyrir nýtt og skemmtilegt lag eða veist bara ekki hvað gamall smellur heitir geturðu dregið upp Shazam sem greinir hvaða lag er í spilun og lætur þig vita.Drink WaterÞað er mjög mikilvægt að drekka vatn, sérstaklega þegar vín er haft við hönd. Þetta forrit heldur utan um það hversu reglulega þú drekkur vatn og minnir þig á að tími sé kominn á vatnssopa.Drink ControlHefðirðu betur sleppt síðasta bjórnum í gær? Þá hefði verið sniðugt að hafa Drink Control forritið. Það minnir þig á að drekka skynsamlega.Virtual LighterForrit sem kemur í staðin fyrir kveikjarann klassíska í og er tilvalinn í brekkusönginn eða þegar Friðrik Dór syngur Hlið við hlið. Það meira að segja birtist kveikjari á skjánum og „loginn“ hreyfist í takt við hreyfingarnar.Hvernig ber að forðast ofþornun Mikilvægt er að næra sig vel og þá ekki bara að borða skyndibita eða fjögurra daga gamla kanilsnúða. Það er tilvalið að undirbúa eitthvað fyrir helgina til að taka með sem er stútfullt af næringu og endist vel. Ekki gleyma vatninu. Mælt er með að drekka glas af vatni á móti hverju glasi af áfengi. Það er líka sniðugt að vera með steinefnadrykki með sér. Þeir eru líka mikilvægir í ástandinu daginn eftir. Verið viðbúin veðurguðunum Þótt að veðurspáin fyrir helgina sé góð má ekki gleyma að veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og það getur byrjað að rigna eða blása upp úr þurru. Pollagalli, stígvél og lopapeysa eiga að vera í öllum ferðatöskum. Sólarvörn og krem til að bera á sig eftir að hafa legið í sólinni eru líka mikilvæg. Sólarvörn á helst að vera borin á andlit sama hvernig viðrar en það er annað mál. Derhúfur og fötuhattar (e. Bucket hat) mega líka alveg fylgja með í ferðalagið. Bítið Ferðalög Sumarlífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Það er margt um að vera um Verslunarmannahelgina og margir á leiðinni á einhverja útihátíðanna sem verða um helgina. Þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga til að helgin verði eins góð og hún mögulega getur.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelginaAkstur um verslunarmannahelgina Mikilvægt er að keyra varlega en búist er við mikilli umverð um alla helgina en þá sérstaklega á föstudag og mánudag. „Þjóðvegur er eins og dans, þú getur verið að dansa vínarvals, rúmbu og diskó en allir þurfa sitt pláss. Þetta er dáldið svipað með þjóðveginn, við erum með litla bíla, við erum með stóra bíla, við erum með mótorhjól, við erum með hjólhýsi og reiðhjólamenn. Þeir eru allir að nota þetta sama dansgólf og það er ekkert voðalega stórt, það þurfa allir sitt pláss,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ökutæki verða að vera í góðu standi, þannig að fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum sem hugsanlega ískrar í bremsum eða eitthvað svona , þá verður aðeins [að laga það], við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð og menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum.“ Gagnleg forrit fyrir verslunarmannahelginaSkyndihjálp: Rauði krossinnSlysin geta gerst og þá er gott að hafa leiðarvísi sem aðstoðar þig við að bregðast við í aðstæðunum. Hins vegar er mikilvægt að hafa samband við viðbragðsaðila ef slysið er alvarlegt og minnum við á að hringja í neyðarlínuna.Find My FriendsEkki er ólíklegt að einhver einn úr vinahópnum týnist í mannmergðinni, sama hvort það sé á Þjóðhátíð í Eyjum, Einni með öllu eða Norðanpaunk. Oft er erfitt að ná sambandi og erfitt er að heyra í hringingunni út af látunum. Þá er ráð að hlaða niður Find My Friends, sem gefur þér staðsetningarpunkt vina þinna.Battery Life DoctorMargir sem fara í útilegur hafa ekki greiðan aðgang að innstungum og eru hleðslubankar því nauðsynlegir. Þeir duga hins vegar bara skammt og þá sérstaklega ef margir nota sama bankann. Því er Battery Life Doctor mjög sniðugt, til að minna þig á að slökkva á forritum ef þau eyða of miklu rafmagni.ShazamEf þú heyrir nýtt og skemmtilegt lag eða veist bara ekki hvað gamall smellur heitir geturðu dregið upp Shazam sem greinir hvaða lag er í spilun og lætur þig vita.Drink WaterÞað er mjög mikilvægt að drekka vatn, sérstaklega þegar vín er haft við hönd. Þetta forrit heldur utan um það hversu reglulega þú drekkur vatn og minnir þig á að tími sé kominn á vatnssopa.Drink ControlHefðirðu betur sleppt síðasta bjórnum í gær? Þá hefði verið sniðugt að hafa Drink Control forritið. Það minnir þig á að drekka skynsamlega.Virtual LighterForrit sem kemur í staðin fyrir kveikjarann klassíska í og er tilvalinn í brekkusönginn eða þegar Friðrik Dór syngur Hlið við hlið. Það meira að segja birtist kveikjari á skjánum og „loginn“ hreyfist í takt við hreyfingarnar.Hvernig ber að forðast ofþornun Mikilvægt er að næra sig vel og þá ekki bara að borða skyndibita eða fjögurra daga gamla kanilsnúða. Það er tilvalið að undirbúa eitthvað fyrir helgina til að taka með sem er stútfullt af næringu og endist vel. Ekki gleyma vatninu. Mælt er með að drekka glas af vatni á móti hverju glasi af áfengi. Það er líka sniðugt að vera með steinefnadrykki með sér. Þeir eru líka mikilvægir í ástandinu daginn eftir. Verið viðbúin veðurguðunum Þótt að veðurspáin fyrir helgina sé góð má ekki gleyma að veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og það getur byrjað að rigna eða blása upp úr þurru. Pollagalli, stígvél og lopapeysa eiga að vera í öllum ferðatöskum. Sólarvörn og krem til að bera á sig eftir að hafa legið í sólinni eru líka mikilvæg. Sólarvörn á helst að vera borin á andlit sama hvernig viðrar en það er annað mál. Derhúfur og fötuhattar (e. Bucket hat) mega líka alveg fylgja með í ferðalagið.
Bítið Ferðalög Sumarlífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira