„Hefði breytt öllu ef við hefðum skorað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 20:18 Sigurbjörn og Ólafur Jóhannesson hafa stýrt Val undanfarin fimm ár. vísir/vilhelm Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segir að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikur liðsins gegn Ludogorets í kvöld hefði þróast ef Valsmenn hefðu nýtt þau tækifæri sem þeir fengu í byrjun leiks. Patrick Pedersen og Eiður Aron Sigurbjörnsson fengu úrvals færi sem ekki nýttust áður en Ludogorets komst yfir á 7. mínútu. Búlgörsku meistararnir voru 2-0 yfir í hálfleik, bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og unnu 4-0 sigur og einvígið, 5-1 samanlagt. „Það hefði breytt öllu ef við hefðum skorað úr öðru hvoru færinu í upphafi leiks. Við fengum líka færi í seinni hálfleik til að minnka muninn í 2-1. Þá hefði kannski komið smá skjálfti í þá. Við fengum fjögur klassafæri í leiknum,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi. En kom það honum á óvart hversu mörg góð færi Valur fékk í leiknum? „Við vissum að það væru möguleikar á móti þeim. Við komumst í færin en nýttum þau ekki.“ Þrátt fyrir góð færi var róður Vals þungur, enda andstæðingurinn gríðarlega sterkur. Sóknarleikur Búlgaríumeistaranna var beittur og Valsmenn áttu í miklum vandræðum með kantspil þeirra. „Þetta er hörkulið. Þeir eru með þannig leikmannahóp að þeir geta nánast skipt um lið milli deildar- og Evrópukeppni. Þeir eru með mjög hraða og öfluga leikmenn,“ sagði Sigurbjörn. Hannes Þór Halldórsson fór meiddur af velli í hálfleik og Lasse Petry í seinni hálfleik. Sigurbjörn kvaðst ekki vita nákvæmlega hvernig staðan á þeim væri. „Þetta var hnjask en þeir bera sig báðir ágætlega,“ sagði hann að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segir að það hefði verið áhugavert að sjá hvernig leikur liðsins gegn Ludogorets í kvöld hefði þróast ef Valsmenn hefðu nýtt þau tækifæri sem þeir fengu í byrjun leiks. Patrick Pedersen og Eiður Aron Sigurbjörnsson fengu úrvals færi sem ekki nýttust áður en Ludogorets komst yfir á 7. mínútu. Búlgörsku meistararnir voru 2-0 yfir í hálfleik, bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og unnu 4-0 sigur og einvígið, 5-1 samanlagt. „Það hefði breytt öllu ef við hefðum skorað úr öðru hvoru færinu í upphafi leiks. Við fengum líka færi í seinni hálfleik til að minnka muninn í 2-1. Þá hefði kannski komið smá skjálfti í þá. Við fengum fjögur klassafæri í leiknum,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi. En kom það honum á óvart hversu mörg góð færi Valur fékk í leiknum? „Við vissum að það væru möguleikar á móti þeim. Við komumst í færin en nýttum þau ekki.“ Þrátt fyrir góð færi var róður Vals þungur, enda andstæðingurinn gríðarlega sterkur. Sóknarleikur Búlgaríumeistaranna var beittur og Valsmenn áttu í miklum vandræðum með kantspil þeirra. „Þetta er hörkulið. Þeir eru með þannig leikmannahóp að þeir geta nánast skipt um lið milli deildar- og Evrópukeppni. Þeir eru með mjög hraða og öfluga leikmenn,“ sagði Sigurbjörn. Hannes Þór Halldórsson fór meiddur af velli í hálfleik og Lasse Petry í seinni hálfleik. Sigurbjörn kvaðst ekki vita nákvæmlega hvernig staðan á þeim væri. „Þetta var hnjask en þeir bera sig báðir ágætlega,“ sagði hann að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Umfjöllun: Ludogorets - Valur 4-0 | Valsmenn rassskelltir í Razgrad Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er lokið eftir 4-0 tap fyrir Ludogorets á útivelli. 1. ágúst 2019 19:30