Rúnar Páll: Eigum langt í land Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 21:48 Úr leiknum í kvöld. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var hrikalega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tap liðsins gegn Espanyol í kvöld. „Verkefnið var stórt fyrir okkur en ég var hrikalega ánægður með frammistöðu liðsins í dag. Við náðum að fara aðeins á þá og pressa þá aðeins og við héldum boltanum ágætlega,“ sagði Rúnar. „Við gerðum það sem var lagt upp með og strákarnir stóðu sig vel en í mörkunum er okkur bara refsað fyrir þau mistök sem við gerum. Þeir eru bara heilt yfir betri en við í fótbolta en við sýndum karakter og það var gaman og mikilvægt fyrir okkur að ná að skora.“ Hann var sammála því að það hafi verið svekkjandi þegar Hilmar Árni klúðraði vítinu. „Auðvitað var það svekkjandi en svona er þetta bara. Hilmar er mannlegur og getur klikkað á vítaspyrnum eins og allir aðrir. Það hefði verið skemmtilegra að komast í 1-1 og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá.“ Rúnar segir það alveg klárt mál að þessar Evrópuferðir þjappi liðinu saman og hjálpi þeim í komandi baráttu í deildinni. „Alveg klárt mál. Þetta þrýstir okkur vel saman og gefur okkur byr undir báða vængi. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og þéttir liðsheildina mikið.“ Rúnar sagði að lokum að það þurfi margt sem þurfi að breytast ef íslensk lið ætli sér að ná lengra í Evrópukeppni. „Það væri voðalega gaman að hafa fulla atvinnumennsku og lengra tímabil og eitthvað slíkt en það er bara svo margt sem þarf að breytast í umhverfinu okkar til að því verði. Ekki bara að leikmenn verði á hærri launum og hafi þetta að atvinnu allan daginn,“ sagði Rúnar Páll. „Ég held að umgjörðin hjá félögunum sé bara ábótavant og allt í kringum lið, bæði markaðsetning og stjórn þar að segja þeir sem vinna í kringum félagið. Aðbúnaður og annað slíkt, þetta þarf allt að haldast í hendur og því miður eigum við ennþá langt í land þegar kemur að þessu.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var hrikalega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tap liðsins gegn Espanyol í kvöld. „Verkefnið var stórt fyrir okkur en ég var hrikalega ánægður með frammistöðu liðsins í dag. Við náðum að fara aðeins á þá og pressa þá aðeins og við héldum boltanum ágætlega,“ sagði Rúnar. „Við gerðum það sem var lagt upp með og strákarnir stóðu sig vel en í mörkunum er okkur bara refsað fyrir þau mistök sem við gerum. Þeir eru bara heilt yfir betri en við í fótbolta en við sýndum karakter og það var gaman og mikilvægt fyrir okkur að ná að skora.“ Hann var sammála því að það hafi verið svekkjandi þegar Hilmar Árni klúðraði vítinu. „Auðvitað var það svekkjandi en svona er þetta bara. Hilmar er mannlegur og getur klikkað á vítaspyrnum eins og allir aðrir. Það hefði verið skemmtilegra að komast í 1-1 og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá.“ Rúnar segir það alveg klárt mál að þessar Evrópuferðir þjappi liðinu saman og hjálpi þeim í komandi baráttu í deildinni. „Alveg klárt mál. Þetta þrýstir okkur vel saman og gefur okkur byr undir báða vængi. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og þéttir liðsheildina mikið.“ Rúnar sagði að lokum að það þurfi margt sem þurfi að breytast ef íslensk lið ætli sér að ná lengra í Evrópukeppni. „Það væri voðalega gaman að hafa fulla atvinnumennsku og lengra tímabil og eitthvað slíkt en það er bara svo margt sem þarf að breytast í umhverfinu okkar til að því verði. Ekki bara að leikmenn verði á hærri launum og hafi þetta að atvinnu allan daginn,“ sagði Rúnar Páll. „Ég held að umgjörðin hjá félögunum sé bara ábótavant og allt í kringum lið, bæði markaðsetning og stjórn þar að segja þeir sem vinna í kringum félagið. Aðbúnaður og annað slíkt, þetta þarf allt að haldast í hendur og því miður eigum við ennþá langt í land þegar kemur að þessu.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira