Fá milljónagreiðslur fyrir hátíð sem fór í vaskinn Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2019 11:53 Söngkonan Miley Cyrus átti að koma fram á Woodstock 50. Vísir/Getty Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína. Bandaríkin Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína.
Bandaríkin Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira