Oddrún Eik Gylfadóttir er dottin úr keppni á heimsleikunum í CrossFit. Önnur æfing dagsins fór fram nú síðdegis en dugði hennar frammistaða ekki til þess að koma henni í gegnum niðurskurðinn.
Eftir aðra æfingu dagsins sem ber heitið Sprint couplet hafnaði hún í 39. sæti en það var vitað að einungis 30 keppendur kæmust áfram. Oddrún hefur því lokið keppni á heimsleikunum þetta árið.
Þær Ragnheiður Sara, Þuríður Erla, Annie Mist og Katrín Tanja halda áfram keppni í kvöld en næsta æfing byrjar um 21 að íslenskum tíma. Björgvin Karl Guðmundsson er einnig öruggur áfram.
Við minnum á beina textalýsingu hér á Vísi og beina útsendingu Stöð 2 sport 3.
Oddrún Eik dottin úr keppni á heimsleikunum

Tengdar fréttir

Sara um íslenskar konur: Við erum ekki hræddar við að vera sterkar og viljum sýna það
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands.

Bein útsending: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í CrossFit
Fyrsti keppnisdagur er að baki og 182 keppendum var "fórnað“ á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum. Nú eru aðeins 50 karlar og 50 konur eftir í keppninni og fram undan er dagur tvö. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá heimsleikunum.

Allir íslensku keppendurnir áfram
Annie Mist hafnaði í 41.sæti eftir hlaupið. Það kom þó ekki að sök.

Íslensku CrossFit stelpurnar gerðu upp dag eitt á Instagram: „Get ekki beðið eftir degi 2“
182 keppendur voru sendir heim af heimsleikunum í gær en allir sex íslensku keppendurnir fóru örugglega áfram.