Enski boltinn

Jón Daði byrjar á sigri en töp hjá Cardiff og Fulham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Stoke og Reading í dag.
Úr leik Stoke og Reading í dag. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson var í leikmannahópi Millwall sem vann 1-0 sigur á Preston North End er fyrsta umferðin í ensku B-deildinni hélt áfram.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 33. mínútu er Jedd Wallace skoraði en Jón Daði Böðvarsson kom ekki við sögu í leiknum. Öflug byrjun Millwall.

Stoke tapaði 2-1 á heimavelli gegn QPR og Cardiff byrjar B-deildinni ekki nægilega vel því liðið tapaði 3-2 á útivelli gegn Wigan.







Hinir nýliðarnir, sem féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, Fulham töpuðu einnig í fyrstu umferðinni er liðið tapaði 1-0 gegn Barnsley.

Swansea, fyrrum félagar Gylfa Sigurðssonar, unnu 2-1 sigur á Hull á heimavelli en Hull var 1-0 yfir í hálfleik.

Úrslit dagsins:

Barnsley - Fulham 1-0

Blackburn - Charlton 1-2

Brentford - Birmingham 0-1

Millwall - Preston 1-0

Reading - Sheffield Wednesday 1-3

Stoke - QPR 1-2

Swansea - Hull 2-1

Wigan - Cardiff 3-2

16.30 Nottingham Forest - WBA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×