U20 ára landslið kvenna tapaði sínum fyrsta leik í B-deild Evrópumótsins sem fer fram í Kósóvó í vikunni en liðið tapaði fyrir Króatíu í dag, 76-55.
Króatar byrjuðu vel og voru fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og staðan í hálfleik var svo 37-27, Króötum í vil.
Áfram héldu króatísku stelpurnar góðum tökum á leiknum í síðari hálfleik. Sigurinn aldrei í hættu og lokatölur 76-55 sigur Króatíu.
Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði fimmtán stig fyrir Ísland og var stigahæst en að auki tók hún fjögur fráköst. Þóranna Kika Hodge-Carr gerði tólf stig og Birna Benónýsdóttir sjö.
Þjálfari liðsins er Pétur Már Sigurðsson en næsti leikur liðsins er gegn Ísrael á mánudaginn.
Erfitt gegn Króatíu í fyrsta leiknum á EM
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Fleiri fréttir
