Björgvin Karl Guðmundsson situr í 3. sæti eftir þriðja keppnisdag á heimsleikunum í CrossFit. Hann er því í góðri stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdag sem fram fer á morgun.
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 5. sæti eftir daginn og Þuríður Erla Helgadóttir er í 9. sæti.
Enn er ekkert búið að tilkynna hvaða æfingar verða á morgun eða hversu margar. Því er ekkert hægt að segja til um það hvernig þetta gæti farið og allt opið eins og er. Ef Katrín Tanja á góðan dag á morgun þá gæti vel farið svo að hún endi á verðlaunapalli.
Vísir er með beina textalýsingu sem og beina útsendingu frá leikunum en þeir eru einnig sýndir á Stöð 2 Sport 3.
Björgvin Karl í góðum málum fyrir lokadaginn

Tengdar fréttir

Crossfit-stelpurnar okkar klárar í dag þrjú á heimsleikunum: „Allt eða ekkert“
Skilja eftir skilaboð til aðdáenda á Instagram-síðum sínum.

Brynjar Ari efstur fyrir lokadaginn í flokki 14-15 ára á heimsleikunum
Brynjar Ari Magnússon er með 20 stiga forskot fyrir lokadaginn í flokki 14-15 ára karla á heimsleikunum í CrossFit.

Annie Mist og Ragnheiður Sara dottnar út
Annie og Ragnheiður náðu ekki að gera nógu vel í spretthlaups æfingu sem fram fór nú fyrr í dag.