Katrín Tanja Davíðsdóttir skaut sér upp í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit í dag með sigri í tveimur æfingum. Hún gerði sér lítið fyrir og nældi í 200 stig með sigri í greinunum.
Björgvin Karl Guðmundsson kláraði þessar æfingar annar og er öruggur áfram í þriðja sæti.
Ein æfing er eftir í dag en hún nefnist The Standard. Þar eiga keppendur að klára 30 endurtekningar af eftirtöldum hreyfingum: jafnhendur, muscle up og snaranir. Æfinguna má sjá hér neðar.
Þuríður Erla Helgadóttir situr í níunda sæti. Það lítur þó allt út fyrir það að ríkjandi heimsmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki munu taka gullið með sér heim.
Það eru þau Tia Clair Toomey frá Ástralíu og Mat Fraser frá Bandaríkjunum.
Katrín Tanja og Björgvin Karl í þriðja sæti fyrir síðustu greinina

Tengdar fréttir

Yngsti og elsti keppandi Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit eru báðir á toppnum fyrir lokadaginn
Íslendingar gætu eignast tvo aldursflokkameistara á heimsleikunum í CrossFit

Svona lítur síðasti dagurinn út á heimsleikunum í CrossFit
Úrslitin ráðast á heimsleikunum í CrossFit í dag.

Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit
Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit.