Innlent

Efna til hjólastólarallýs niður Kambana

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Ferðabæklingarnir leggja í hann frá Olís Norðlingaholti kl. 17 í dag og hefst rallýið niður Kambana kl. 18.
Ferðabæklingarnir leggja í hann frá Olís Norðlingaholti kl. 17 í dag og hefst rallýið niður Kambana kl. 18. Skjáskot/Vegagerðin
Í kvöld ætla einstaklingar sem bundnir eru við hjólastól að efna til hjólastólarallýs niður Kambana frá Kambabrún niður í Hveragerði. Lagt verður af stað frá Olís Norðlingaholti klukkan 17 og hefst rallýið niður Kambana klukkan 18.

Hópurinn Ferðabæklingarnir standa fyrir viðburðinum en markmiðið er að vekja athygli á ýmsum málaflokkum tengdum öldruðum og öryrkjum. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir, meðlimur hópsins, skrifaði stöðuuppfærslu á Facebook um helgina þar sem hún greindi frá viðburðinum.

„Við Ferðabæklingarnir getum því miður ekki bjargað öllum upp á eigin spýtur þó við gjarnan vildum, þess vegna langar okkur að safna framlögum til þess að kaupa eins mikið af Hjálpartækjum og við getum fyrir peningana sem við náum að safna og koma þeim til þeirra sem þurfa virkilega á þeim að halda,“ skrifar Maríanna.

Þann 7. ágúst ætlar Maríanna að leggja aftur í ferðalag á hjólastólnum og þá frá Sunnumörk í Hveragerði í átt að Skógafossi þar sem ferðinni mun ljúka á útsýnispalli fossins, þann 25. ágúst næstkomandi að því er kemur fram á Facebook-síðu Ferðabæklinganna. Er þetta 111 km löng leið mun hún taka meirihlutaferðarinnar ferðarinnar farin með handafli.

Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Ferðabæklinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×