Ólafía Þórunn breytti plönunum sínum og verður með á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty/Jorge Lemus Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira