Tekur þátt í stærstu sviðslistahátíð heims Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Hún segir sýningarnar hafa gengið einstaklega vel hingað til, fyrir utan eina, þar sem einungis þrír gestir mættu. Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug. Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug.
Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“