Enski boltinn

Manchester City staðfestir kaupin á bakverðinum Cancelo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cancelo í leik með Juventus á undirbúningstímabilinu.
Cancelo í leik með Juventus á undirbúningstímabilinu. vísir/getty
Manchester City er búið að ganga frá kaupum á hægri bakverðinum Joao Cancelo en hann kemur til félagsins frá ítölsku meisturunum í Juventus.

Talið er að ensku meistararnir borgi 60 milljónir punda fyrir bakvörðinn en Danilo fer til Juventus í staðinn. Danilo skrifar undir fimm ára samning á Ítalíu.







Cancelo gekk í raðir Juventus frá Valencia síðasta sumar en Juventus borgaði þá 35 milljónir punda fyrir hann. Árið þar á undan var hann á láni hjá Inter Milan.

Cancelo er mjög fjölhæfur leikmaður en hann getur leikið báðar bakvarðarstöðurnar auk þess sem hann er lunkinn framar á vellinum.

Hann var hluti af landsliðshóp Portúgals sem vann Þjóðadeildina í sumar þrátt fyrir að hafa ekki spilað eina einustu mínútu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×