Hazard kom til félagsins í sumar frá Chelsea og borgaði spænska liðið dágóða summu fyrir Belgann. Hann hefur ekki verið upp á marga fiska í þeim æfingarleikjum sem hann hefur spilað.
Your @RealMadrid starting XI to face @FCRBS_en!#HalaMadridpic.twitter.com/kpuXAkAwK5
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) August 7, 2019
Fyrsta og eina mark leiksins kom á 19. mínútu en eftir sendingu Karim Benzema, lék Eden Hazard á varnarmann og skoraði svo með laglegu skoti.
Síðasti æfingarleikur Real er svo á sunnudaginn er liðið mætir Roma áður en það mætir Celta Vigo í fyrsta leik spænsku úrvalsdeildinni um þar næstu hegi.