Vonandi lyftistöng fyrir landsliðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2019 19:00 Silvía Björgvinsdóttir skorar eitt af átta mörkum sínum fyrir Ísland í annarri deild á HM í íshokkíi á Spáni síðasta vor. Mynd/IIHF/Razvan Pasarica Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí mun eiga fimm fulltrúa í sænsku 1. deildinni í íshokkí á næsta ári. Fjórir leikmenn koma beint frá Skautafélagi Akureyrar en Herborg Rut Geirsdóttir kemur frá Noregi eftir að hafa leikið í efstu deild þar í landi. Herborg samdi við HE 71 í úrvalsdeildinni en mun leika með Sögu Blöndal hjá Troja Ljungby í vetur á láni í næstefstu deild, Silvía og Sunna Björgvinsdætur sem eru þó ekki skyldar munu leika með Södertälje og Ragnhildur Kjartansdóttir mun leika með Färjestad BK. Jón Benedikt Gíslason, þjálfari kvennalandsliðsins, tekur því fagnandi að sjá leikmenn íslenska landsliðsins fara utan og spila þar. „Þetta er eitthvað sem við hjá landsliðinu þurftum á að halda, að leikmenn fari utan og fái meiri reynslu. Þarna spila þær á hærra stigi og geta tekið miklum framförum. Þarna er líka meiri möguleiki á að tekið verði eftir því hvað þær eru að gera og tækifæri opnast á að fara enn lengra og jafnvel í atvinnumennsku. Þetta er góður staður til að sýna sig og sanna,“ segir Jón Gísli um tækifæri leikmanna sinna. Áhuginn á íshokkí er mikill í Svíþjóð og hefur sænska kvennalandsliðið yfirleitt verið í fremstu röð. „Efsta deildin í Svíþjóð er sú sterkasta í Evrópu, það jaðrar við að hún sé atvinnumannadeild og það eru atvinnumenn í öllum liðum. Bestu leikmennirnir frá Evrópu eru í Svíþjóð og nokkrar frá Ameríku.“ Íslenska liðið fékk bronsverðlaunin í riðli Íslands á HM. MYND/ÍHÍ/MAGNÚS Saga, Silvía, Sunna og Ragnhildur vöktu athygli í æfingaferðum til Svíþjóðar, bæði með Skautafélagi Akureyrar og íslenska landsliðinu. „Þetta byrjaði allt í æfingaferð SA til Svíþjóðar, þar vöktu stelpurnar athygli þjálfara sænsku liðanna því þær voru að yfirspila andstæðinga sína. Seinna komu þær aftur í æfingaferð með landsliðinu og mættu liði sem innihélt sænska landsliðskonu og aftur voru þær að yfirspila andstæðinga sína.“ Allar fjórar eru ungar að aldri, Silvía er elst, rétt rúmlega tvítug, en Saga verður sextán ára síðar á árinu. „Auðvitað vonast maður til þess að þær nái allar að komast fljótlega í stórt hlutverk hjá sínum liðum og verði fljótlega orðnar meðal bestu leikmanna deildarinnar. Það opnar möguleikana á að komast upp í efstu deildina,“ segir Jón Gísli og tekur undir að þetta muni jafnvel gera það að verkum að fleiri íslenskir leikmenn fari út til Svíþjóðar. „Á sama tíma eru þær að opna glugga fyrir fleiri íslenskar stelpur til að fara út og leika erlendis ef þessar stelpur standa sig vel í Svíþjóð. Það eru margar efnilegar stelpur á Íslandi sem eru að bíða eftir tækifærum.“ Íslenska kvennalandsliðið leikur í annarri deild á HM í vetur og fer riðill Íslands fram á Akureyri. Síðast þegar mótið fór fram á Íslandi lenti íslenska liðið í fjórða sæti í riðlinum en hefur undanfarin tvö ár fengið bronsið í riðli Íslands. „Vonandi verður þetta lyftistöng fyrir landsliðið og kemur okkur á næsta stig þegar við verðum með leikmenn erlendis. Þær fá reynslu sem mun nýtast okkur með landsliðinu. Getan er til staðar hjá liðinu en skortur á reynslu hefur verið okkar Akkilesarhæll,“ segir Jón Gísli aðspurður út í næsta verkefni landsliðsins. „Síðast vorum við með mjög ungt lið þar sem það vantaði nokkra af reynslumeiri leikmönnum liðsins. Þá þurftu stúlkur undir tvítugu að bera uppi sóknarleikinn sem var mikið á þær lagt en nú fá þær að kynnast því erlendis í leikjum sem var ekki í boði hér á Íslandi síðustu ár. Það eru of margir leikir hér heima sem eru ójafnir en erlendis þarftu alltaf að vera upp á þitt besta í öllum leikjum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íshokkí Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí mun eiga fimm fulltrúa í sænsku 1. deildinni í íshokkí á næsta ári. Fjórir leikmenn koma beint frá Skautafélagi Akureyrar en Herborg Rut Geirsdóttir kemur frá Noregi eftir að hafa leikið í efstu deild þar í landi. Herborg samdi við HE 71 í úrvalsdeildinni en mun leika með Sögu Blöndal hjá Troja Ljungby í vetur á láni í næstefstu deild, Silvía og Sunna Björgvinsdætur sem eru þó ekki skyldar munu leika með Södertälje og Ragnhildur Kjartansdóttir mun leika með Färjestad BK. Jón Benedikt Gíslason, þjálfari kvennalandsliðsins, tekur því fagnandi að sjá leikmenn íslenska landsliðsins fara utan og spila þar. „Þetta er eitthvað sem við hjá landsliðinu þurftum á að halda, að leikmenn fari utan og fái meiri reynslu. Þarna spila þær á hærra stigi og geta tekið miklum framförum. Þarna er líka meiri möguleiki á að tekið verði eftir því hvað þær eru að gera og tækifæri opnast á að fara enn lengra og jafnvel í atvinnumennsku. Þetta er góður staður til að sýna sig og sanna,“ segir Jón Gísli um tækifæri leikmanna sinna. Áhuginn á íshokkí er mikill í Svíþjóð og hefur sænska kvennalandsliðið yfirleitt verið í fremstu röð. „Efsta deildin í Svíþjóð er sú sterkasta í Evrópu, það jaðrar við að hún sé atvinnumannadeild og það eru atvinnumenn í öllum liðum. Bestu leikmennirnir frá Evrópu eru í Svíþjóð og nokkrar frá Ameríku.“ Íslenska liðið fékk bronsverðlaunin í riðli Íslands á HM. MYND/ÍHÍ/MAGNÚS Saga, Silvía, Sunna og Ragnhildur vöktu athygli í æfingaferðum til Svíþjóðar, bæði með Skautafélagi Akureyrar og íslenska landsliðinu. „Þetta byrjaði allt í æfingaferð SA til Svíþjóðar, þar vöktu stelpurnar athygli þjálfara sænsku liðanna því þær voru að yfirspila andstæðinga sína. Seinna komu þær aftur í æfingaferð með landsliðinu og mættu liði sem innihélt sænska landsliðskonu og aftur voru þær að yfirspila andstæðinga sína.“ Allar fjórar eru ungar að aldri, Silvía er elst, rétt rúmlega tvítug, en Saga verður sextán ára síðar á árinu. „Auðvitað vonast maður til þess að þær nái allar að komast fljótlega í stórt hlutverk hjá sínum liðum og verði fljótlega orðnar meðal bestu leikmanna deildarinnar. Það opnar möguleikana á að komast upp í efstu deildina,“ segir Jón Gísli og tekur undir að þetta muni jafnvel gera það að verkum að fleiri íslenskir leikmenn fari út til Svíþjóðar. „Á sama tíma eru þær að opna glugga fyrir fleiri íslenskar stelpur til að fara út og leika erlendis ef þessar stelpur standa sig vel í Svíþjóð. Það eru margar efnilegar stelpur á Íslandi sem eru að bíða eftir tækifærum.“ Íslenska kvennalandsliðið leikur í annarri deild á HM í vetur og fer riðill Íslands fram á Akureyri. Síðast þegar mótið fór fram á Íslandi lenti íslenska liðið í fjórða sæti í riðlinum en hefur undanfarin tvö ár fengið bronsið í riðli Íslands. „Vonandi verður þetta lyftistöng fyrir landsliðið og kemur okkur á næsta stig þegar við verðum með leikmenn erlendis. Þær fá reynslu sem mun nýtast okkur með landsliðinu. Getan er til staðar hjá liðinu en skortur á reynslu hefur verið okkar Akkilesarhæll,“ segir Jón Gísli aðspurður út í næsta verkefni landsliðsins. „Síðast vorum við með mjög ungt lið þar sem það vantaði nokkra af reynslumeiri leikmönnum liðsins. Þá þurftu stúlkur undir tvítugu að bera uppi sóknarleikinn sem var mikið á þær lagt en nú fá þær að kynnast því erlendis í leikjum sem var ekki í boði hér á Íslandi síðustu ár. Það eru of margir leikir hér heima sem eru ójafnir en erlendis þarftu alltaf að vera upp á þitt besta í öllum leikjum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íshokkí Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Sjá meira