Pepsi Max mörkin: „Þetta sýnir að Arnþór Ingi er með alvöru hreðjar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 10:30 Arnþór Ingi Kristinsson fær boltann á mjög viðkvæman stað eftir þrumuskot frá Stefáni Alexander Ljubicic. Skjámynd/Stöð 2 Sport KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson er harður af sér og hefur komið með sína einstöku ósérhlífni inn á miðjuna hjá toppliði KR í Pepsi Max deild karla í sumar. Arnþór Ingi Kristinsson kom til KR frá Víkingum í vetur og það voru ekki allir á því að honum tækist að vinna sér sæti í byrjunarliði Vesturbæjarliðsins hvað þá að taka að sér lykilhlutverk eins og hann hefur verið í á þessari leiktíð. En hversu harður er hann? Pepsi Max mörkin sýndu dæmi um það í þætti sínum í gær þar sem farið var yfir fimmtándu umferðina. KR vann þá 5-2 sigur á Grindavík og er enn þá með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. „Við skulum bara láta hljóð og myndir tala,“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna, áður en sýnt var frá atvikinu með Arnþóri Inga Kristinssyni í leiknum á móti Grindavík. Það mátti heyra smellinn út á Nes þegar Grindvíkingurinn Stefán Alexander Ljubicic skaut boltanum með miklum krafti í mjög viðkvæman stað á Arnþóri Inga og af mjög stuttu færi. „Reynir, að Arnþór Ingi skuli standa upp eftir þetta,“ sagði Hörður en Arnþór Ingi fékk boltann beint í punginn. „Hann er ótrúlegur. Þetta er hörku nagli sem KR-inga vantaði. Það að hann skuli standa upp eftir þetta sýnir að hann er með alvöru hreðjar,“ sagði Reynur Leósson, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Það má sjá atvikið og umræðuna í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Pepsi Max mörkin: Pungspark Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson er harður af sér og hefur komið með sína einstöku ósérhlífni inn á miðjuna hjá toppliði KR í Pepsi Max deild karla í sumar. Arnþór Ingi Kristinsson kom til KR frá Víkingum í vetur og það voru ekki allir á því að honum tækist að vinna sér sæti í byrjunarliði Vesturbæjarliðsins hvað þá að taka að sér lykilhlutverk eins og hann hefur verið í á þessari leiktíð. En hversu harður er hann? Pepsi Max mörkin sýndu dæmi um það í þætti sínum í gær þar sem farið var yfir fimmtándu umferðina. KR vann þá 5-2 sigur á Grindavík og er enn þá með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar. „Við skulum bara láta hljóð og myndir tala,“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna, áður en sýnt var frá atvikinu með Arnþóri Inga Kristinssyni í leiknum á móti Grindavík. Það mátti heyra smellinn út á Nes þegar Grindvíkingurinn Stefán Alexander Ljubicic skaut boltanum með miklum krafti í mjög viðkvæman stað á Arnþóri Inga og af mjög stuttu færi. „Reynir, að Arnþór Ingi skuli standa upp eftir þetta,“ sagði Hörður en Arnþór Ingi fékk boltann beint í punginn. „Hann er ótrúlegur. Þetta er hörku nagli sem KR-inga vantaði. Það að hann skuli standa upp eftir þetta sýnir að hann er með alvöru hreðjar,“ sagði Reynur Leósson, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Það má sjá atvikið og umræðuna í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Pepsi Max mörkin: Pungspark
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira