Fræddi Rachel McAdams um Birgittu Haukdal við tökur á Eurovision-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2019 11:30 Björn Hlynur sagði Rachel McAdams frá Birgittu Haukdal. Vísir/Stefán/Anton/Getty Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson var staddur í London í vikunni við tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir streymisveituna Netflix. Myndin segir frá íslensku söngvurunum Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, leikin af Will Ferrell og Rachel McAdams, sem eru á leið í Eurovision en Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. „Ég kem inn í söguna þannig og er mjög ósáttur við að hún sé með þessum lúða, Will Ferrell,“ segir Björn Hlynur sem var við tökur á móti Will Ferrell í London í vikunni.Sjá einnig: Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Myndin er tekin upp að mestu leyti í myndveri í London en verður einnig tekin upp að hluta á Íslandi og í Tel Aviv í Ísrael, þar sem einmitt síðasta Eurovision-keppni var haldin. Verður komið inn slakt gengi Íslendinga í Eurovision en Íslendingar hafa ekki náð að vinna keppnina á þeim 33 árum sem þjóðin hefur tekið þátt. „Ég veit ekki hversu vel við eigum eftir að koma út úr þessu, Íslendingar það er að segja,“ segir Björn Hlynur léttur.Hafði ekki heyrt um Birgittu Haukdal Myndin verður tekin upp á Húsavík en persóna Rachel McAdams, Sigrit Ericksdottir, er sögð eiga að vera frá smábæ á Íslandi.Mbl.is leiddi að því líkur að fyrirmynd Sigritar væri mögulega söngkonan Birgitta Haukdal sem er einmitt frá Húsavík. Björn Hlynur segir Sigrit þó ekki byggða á Birgittu Haukdal.Myndin verður tekin upp á Húsavík í haust.Vísir/Getty„Ég átti spjall við Rachel McAdams um það en hún sagðist ekki kannast við það en að þetta væri þá skemmtileg tilviljun. Ég sagði henni frá Birgittu Haukdal sem væri þekkt Eurovision-stjarna frá þessum bæ og hún svaraði bara: „Really?“,“ segir Björn Hlynur. Er Björn Hlynur langt frá því eini Íslendingurinn sem fer með hlutverk í myndinni. Hlynur Þorsteinsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Fillipusdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Jóhann G. Jóhannsson leika einnig í myndinni.Will Ferrell mjög gefandi á tökustað Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður Will Ferrell í myndinni, Erick Erickssong, sem á að vera myndarlegasti maður Íslands. Björn Hlynur segir kynni sín af Will Ferrell afar ánægjuleg. Ásamt því að leika aðalhlutverkið skrifar Will Ferrell handritið og framleiðir myndina og er því allt í öllu þegar kemur að þessari mynd. Björn Hlynur segir Will Ferrell hins vegar hafa verið afar alþýðlegan. „Maður hefur oft grun um að svona stórar stjörnur séu leiðindapésar en hann var bara frábær og rosalega gefandi í senunni. Leyfði öðrum að skína líka og tók ekki allt til sín. Hann var bara virkilega þannig og þetta var ekki bara þannig að hann væri sá eini sem væri fyndinn í senunni,“ segir Björn.Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.Vísir/Getty Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Staðurinn orðinn annað heimili marga og þeir hafi ekki í hyggju að breyta því. 8. ágúst 2019 11:25 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson var staddur í London í vikunni við tökur á Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir streymisveituna Netflix. Myndin segir frá íslensku söngvurunum Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, leikin af Will Ferrell og Rachel McAdams, sem eru á leið í Eurovision en Björn Hlynur leikur fyrrverandi kærasta persónu Rachel McAdams. „Ég kem inn í söguna þannig og er mjög ósáttur við að hún sé með þessum lúða, Will Ferrell,“ segir Björn Hlynur sem var við tökur á móti Will Ferrell í London í vikunni.Sjá einnig: Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Myndin er tekin upp að mestu leyti í myndveri í London en verður einnig tekin upp að hluta á Íslandi og í Tel Aviv í Ísrael, þar sem einmitt síðasta Eurovision-keppni var haldin. Verður komið inn slakt gengi Íslendinga í Eurovision en Íslendingar hafa ekki náð að vinna keppnina á þeim 33 árum sem þjóðin hefur tekið þátt. „Ég veit ekki hversu vel við eigum eftir að koma út úr þessu, Íslendingar það er að segja,“ segir Björn Hlynur léttur.Hafði ekki heyrt um Birgittu Haukdal Myndin verður tekin upp á Húsavík en persóna Rachel McAdams, Sigrit Ericksdottir, er sögð eiga að vera frá smábæ á Íslandi.Mbl.is leiddi að því líkur að fyrirmynd Sigritar væri mögulega söngkonan Birgitta Haukdal sem er einmitt frá Húsavík. Björn Hlynur segir Sigrit þó ekki byggða á Birgittu Haukdal.Myndin verður tekin upp á Húsavík í haust.Vísir/Getty„Ég átti spjall við Rachel McAdams um það en hún sagðist ekki kannast við það en að þetta væri þá skemmtileg tilviljun. Ég sagði henni frá Birgittu Haukdal sem væri þekkt Eurovision-stjarna frá þessum bæ og hún svaraði bara: „Really?“,“ segir Björn Hlynur. Er Björn Hlynur langt frá því eini Íslendingurinn sem fer með hlutverk í myndinni. Hlynur Þorsteinsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Nína Dögg Fillipusdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Jóhann G. Jóhannsson leika einnig í myndinni.Will Ferrell mjög gefandi á tökustað Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika föður Will Ferrell í myndinni, Erick Erickssong, sem á að vera myndarlegasti maður Íslands. Björn Hlynur segir kynni sín af Will Ferrell afar ánægjuleg. Ásamt því að leika aðalhlutverkið skrifar Will Ferrell handritið og framleiðir myndina og er því allt í öllu þegar kemur að þessari mynd. Björn Hlynur segir Will Ferrell hins vegar hafa verið afar alþýðlegan. „Maður hefur oft grun um að svona stórar stjörnur séu leiðindapésar en hann var bara frábær og rosalega gefandi í senunni. Leyfði öðrum að skína líka og tók ekki allt til sín. Hann var bara virkilega þannig og þetta var ekki bara þannig að hann væri sá eini sem væri fyndinn í senunni,“ segir Björn.Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.Vísir/Getty
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Staðurinn orðinn annað heimili marga og þeir hafi ekki í hyggju að breyta því. 8. ágúst 2019 11:25 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Staðurinn orðinn annað heimili marga og þeir hafi ekki í hyggju að breyta því. 8. ágúst 2019 11:25