Þegar Ed Sheeran var síðast á landinu: Steikarsamloka, Bláa Lónið og bráðinn Timberland skór Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2019 12:16 Ed Sheeran á tónleikum í Madríd í júní. Getty/Ricardo Rubio Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran mun eftir örfáa daga halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Mikið hefur verið fjallað um væntanlega íslandsheimsókn söngvarans undanfarið en langar raðir hafa myndast fyrir utan Ed Sheeran búðina í Kringlunni og honum fylgir mikið hafurtask.Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016.Sheeran hefur þó áður komið til landsins en árið 2016 fagnaði hann 25 ára afmæli sínu hérlendis en Sheeran á afmæli 17. Febrúar.Sjá einnig: Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á ÍslandiSöngvarinn gæddi sér á steikarsamloku og afmælisköku á veitingastaðnum Gamla Fjósinu sem er staðsett að Hvassafelli undir Eyjafjöllum. Þá bárust einnig fregnir af því að tónlistarmaðurinn hafi lagt leið sína í Bláa lónið. Heita vatnið í Bláa Lóninu var þó ekki eina heita vatnið sem Sheeran dýfði tánum ofan í á meðan á íslandsheimsókn hans stóð en í viðtali við BBC Radio 1 ári síðar greindi Sheeran frá óheppilegu atviki sem henti hann hér á landi. „Ég setti fótinn í sjóðandi hver á Íslandi og húðin á fætinum á mér bráðnaði,“ sagði Sheeran sem var þá spurður að því hvað hver væri. „Það er sjóðandi pollur af vatni. Ég held að hann sé um 200 gráður heitur. Ég var í Timberland-skóm sem eru ekki lengur til,“ sagði Sheeran og sagði skóinn hafa bráðnað.Sjá einnig: Ed Sheeran steig í heitan hver á Íslandi og brenndi sig illaEd virðist hins vegar ekki erfa óhappið við land og þjóð því hann hefur eftir atvikið komið fram í klæddur íslensku landsliðstreyjuna. Það gerði hann á viðburði Elton John í Windsor á Englandi á meðan að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fór fram í Rússlandi síðasta sumar.Sjá einnig: Ed Sheeran tók lagið í íslensku landsliðstreyjunniGetty/ David BennettÞá er önnur íslandstenging Sheeran heldur óheppilegri en í janúar 2018 varð Morgunblaðinu á og birti mynd af söngvaranum með minningargrein í dagblaði sínu. Sheeran var þó ekki látinn og mun heldur betur stíga á svið og skemmta áhorfendum á Laugardalsvelli dagana 10. og 11. ágúst næstkomandi. Söngvarinn frá Halifax verður þó ekki einn á ferð því íslenska söngkona Glowie mun ásamt hinni sænsku Zöru Larsson og hinum enska James Bay hita upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli.Sara Pétursdóttir eða Glowie mun hita upp fyrir Sheeran ásamt James Bay og Zöru LarssonVísir/Getty Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran mun eftir örfáa daga halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Mikið hefur verið fjallað um væntanlega íslandsheimsókn söngvarans undanfarið en langar raðir hafa myndast fyrir utan Ed Sheeran búðina í Kringlunni og honum fylgir mikið hafurtask.Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016.Sheeran hefur þó áður komið til landsins en árið 2016 fagnaði hann 25 ára afmæli sínu hérlendis en Sheeran á afmæli 17. Febrúar.Sjá einnig: Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á ÍslandiSöngvarinn gæddi sér á steikarsamloku og afmælisköku á veitingastaðnum Gamla Fjósinu sem er staðsett að Hvassafelli undir Eyjafjöllum. Þá bárust einnig fregnir af því að tónlistarmaðurinn hafi lagt leið sína í Bláa lónið. Heita vatnið í Bláa Lóninu var þó ekki eina heita vatnið sem Sheeran dýfði tánum ofan í á meðan á íslandsheimsókn hans stóð en í viðtali við BBC Radio 1 ári síðar greindi Sheeran frá óheppilegu atviki sem henti hann hér á landi. „Ég setti fótinn í sjóðandi hver á Íslandi og húðin á fætinum á mér bráðnaði,“ sagði Sheeran sem var þá spurður að því hvað hver væri. „Það er sjóðandi pollur af vatni. Ég held að hann sé um 200 gráður heitur. Ég var í Timberland-skóm sem eru ekki lengur til,“ sagði Sheeran og sagði skóinn hafa bráðnað.Sjá einnig: Ed Sheeran steig í heitan hver á Íslandi og brenndi sig illaEd virðist hins vegar ekki erfa óhappið við land og þjóð því hann hefur eftir atvikið komið fram í klæddur íslensku landsliðstreyjuna. Það gerði hann á viðburði Elton John í Windsor á Englandi á meðan að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fór fram í Rússlandi síðasta sumar.Sjá einnig: Ed Sheeran tók lagið í íslensku landsliðstreyjunniGetty/ David BennettÞá er önnur íslandstenging Sheeran heldur óheppilegri en í janúar 2018 varð Morgunblaðinu á og birti mynd af söngvaranum með minningargrein í dagblaði sínu. Sheeran var þó ekki látinn og mun heldur betur stíga á svið og skemmta áhorfendum á Laugardalsvelli dagana 10. og 11. ágúst næstkomandi. Söngvarinn frá Halifax verður þó ekki einn á ferð því íslenska söngkona Glowie mun ásamt hinni sænsku Zöru Larsson og hinum enska James Bay hita upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli.Sara Pétursdóttir eða Glowie mun hita upp fyrir Sheeran ásamt James Bay og Zöru LarssonVísir/Getty
Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira