Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2019 19:45 GETTY Þegar ég kom út á markaðinn 36 ára eftir að hafa eytt öllum mínum fullorðinsárum í sambandi þá skildi ég fyrst af hverju stefnumótaheimurinn er kallaður markaður. Með tilkomu samfélagsmiðla ætla ég að leyfa mér að gerast svo djörf að segja að markaður einhleypra einstaklinga sé í raun miklu stærri og viðameiri en hinn eini sanni Wall Street markaður. Sjálf upplifði ég mig stundum eins og línu á ósýnilegu grafi þar sem ólíkar breytur í lífinu mínu höfðu áhrif á það hversu hátt ég skoraði. Breytur sem höfðu áhrif á gengið mitt sem kvenkost. Sem betur fer er misjafnt hvaða breytur við skoðum eftir því hverju við erum að leita. Fólk er með mismunandi kröfur og væntingar um tilvonandi maka og kannast flestir við það að hafa sagt eða hugsað: „Hann er alls ekki mín týpa!" eða „Hún er algjörlega mína týpa!“ Eitt af því áhugaverðasta við það að vera á lausu fannst mér einmitt þessar pælingar. Að skoða þessar fyrirfram mótuðu væntingar hjá sjálfri sér og pæla í því hvað það er sem skiptir svo raunverulega máli þegar þú verður svo ástfangin(n). Hvort skiptir starfstitillinn meira máli eða metnaður og drifkraftur?Er einhver tékklisti um stétt og stöðu sem fólk er ósjálfrátt með þegar það leitar sér að maka eða eru það lífsgildin og húmor sem vega meira? Ég held að við séum öll með einhverja fyrirfram mótaða síu sem að við gerum okkur ekkert alltaf grein fyrir að við höfum. Við ósjálfrátt útilokum manneskjur sem við metum út frá einhverjum breytum að séu ekki okkar týpur. Þetta gerum við hiklaust og miskunnarlaust, jafnvel áður en við hittum manneskjuna. Ég viðurkenni það fúslega að ég er sek um þetta sjálf. Alveg þrælsek á köflum. Að vera einhleyp, einstæð, tveggja barna móðir er til dæmis breyta sem að getur dregið gengið niður í augum sumra. Og auðvitað á það við um bæði kynin. Sumt fólk, sérstaklega barnlaust fólk, vill alls ekki það sem er stundum kallað, „pakkinn“.Bara ef ég ætti tíkall fyrir skiptin sem að ég heyrði að ég væri smá pakki. Einu sinni byrjaði ég að spjalla við mann á Tinder. Hann var mjög kurteis og vel máli farinn en kannski pínulítið of formlegur fyrir minn takt. Eftir smá spjall segir hann mér að honum finnist ég mjög áhugaverð og falleg á myndunum. Hann sagði að ég liti út fyrir að vera gella. Ég var að sjálfsögðu uppi með mér. Svo segir hann:Ég er ekki mikið fyrir svona spjall en má ég senda þér nokkrar spurningar og þú svarar þeim? Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast og hugsaði í smá stund að núna myndi hann brjóta ísinn og koma með eitthvað fyndið og skemmtilegt.En svo komu spurningarnar. Þær voru sjö. Þær voru NÚMERAÐAR! 1. Við hvað starfar þú? 2. Hvað hefur þú komið til margra landa? 3. Uppáhalds maturinn þinn? 4. Stundar þú líkamsrækt eða útivist? 5. Hvað ertu menntuð? 6. Áttu börn? 7. Hvert er fimm ára planið þitt? Ég byrjaði að svara og með hverri spurningunni þá leið mér svolítið eins og ég væri í atvinnuviðtali. Eða kannski meira svona í umsóknarferli fyrir atvinnuviðtal. Áður en ég svaraði síðustu spurningunni ákvað ég að spyrja hann:Hvað segirðu, hvernig gengur annars hjá þér að slá svörin mín inn í Excel? Hann svaraði með hláturkarli og baðst afsökunar á því ef að mér þætti þetta skrítið. Ég viðurkenni að mér fannst þetta skrítið en á sama tíma svolítið fyndið líka. Ég hugsaði með sjálfri mér að það væri nokkuð gefið að við værum ekki „týpurnar“ fyrir hvort annað ef að þetta væri ekki grín hjá honum. En ég svaraði samviskusamlega spurningu númer sjö:Fimm ára plan? Ég er meira í því að njóta líðandi stundar þessa dagana og er ekki komin með neitt aðgerðarplan fyrir næstu fimm ár sem að ég deili með fólki. Nema jú, ég ætla að vera óþolandi hamingjusöm og lenda í fullt af ævintýrum. Það leið smá stund þangað til hann svaraði. En svo kom það:Það er nú fallegt! Ég ætla að fá að hugsa þetta aðeins og heyri svo jafnvel í þér. Takk fyrir spjallið og hafðu það gott. Eftir þessi svör mín við númeruðu spurningunum sjö, féll gengið mitt harkalega úr flokknum áhugaverð gella niður í: Thank you, next! Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. 8. ágúst 2019 19:30 Spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? Eins og flestir hafa upplifað þá hefur síma og tölvunotkun farið sívaxandi síðustu ár. Ný fíkn hefur litið dagsins ljós og er það síma og tölvufíkn. En hversu mikið vandamál getur þetta skapað í samböndum? 9. ágúst 2019 09:15 Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru. 7. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Þegar ég kom út á markaðinn 36 ára eftir að hafa eytt öllum mínum fullorðinsárum í sambandi þá skildi ég fyrst af hverju stefnumótaheimurinn er kallaður markaður. Með tilkomu samfélagsmiðla ætla ég að leyfa mér að gerast svo djörf að segja að markaður einhleypra einstaklinga sé í raun miklu stærri og viðameiri en hinn eini sanni Wall Street markaður. Sjálf upplifði ég mig stundum eins og línu á ósýnilegu grafi þar sem ólíkar breytur í lífinu mínu höfðu áhrif á það hversu hátt ég skoraði. Breytur sem höfðu áhrif á gengið mitt sem kvenkost. Sem betur fer er misjafnt hvaða breytur við skoðum eftir því hverju við erum að leita. Fólk er með mismunandi kröfur og væntingar um tilvonandi maka og kannast flestir við það að hafa sagt eða hugsað: „Hann er alls ekki mín týpa!" eða „Hún er algjörlega mína týpa!“ Eitt af því áhugaverðasta við það að vera á lausu fannst mér einmitt þessar pælingar. Að skoða þessar fyrirfram mótuðu væntingar hjá sjálfri sér og pæla í því hvað það er sem skiptir svo raunverulega máli þegar þú verður svo ástfangin(n). Hvort skiptir starfstitillinn meira máli eða metnaður og drifkraftur?Er einhver tékklisti um stétt og stöðu sem fólk er ósjálfrátt með þegar það leitar sér að maka eða eru það lífsgildin og húmor sem vega meira? Ég held að við séum öll með einhverja fyrirfram mótaða síu sem að við gerum okkur ekkert alltaf grein fyrir að við höfum. Við ósjálfrátt útilokum manneskjur sem við metum út frá einhverjum breytum að séu ekki okkar týpur. Þetta gerum við hiklaust og miskunnarlaust, jafnvel áður en við hittum manneskjuna. Ég viðurkenni það fúslega að ég er sek um þetta sjálf. Alveg þrælsek á köflum. Að vera einhleyp, einstæð, tveggja barna móðir er til dæmis breyta sem að getur dregið gengið niður í augum sumra. Og auðvitað á það við um bæði kynin. Sumt fólk, sérstaklega barnlaust fólk, vill alls ekki það sem er stundum kallað, „pakkinn“.Bara ef ég ætti tíkall fyrir skiptin sem að ég heyrði að ég væri smá pakki. Einu sinni byrjaði ég að spjalla við mann á Tinder. Hann var mjög kurteis og vel máli farinn en kannski pínulítið of formlegur fyrir minn takt. Eftir smá spjall segir hann mér að honum finnist ég mjög áhugaverð og falleg á myndunum. Hann sagði að ég liti út fyrir að vera gella. Ég var að sjálfsögðu uppi með mér. Svo segir hann:Ég er ekki mikið fyrir svona spjall en má ég senda þér nokkrar spurningar og þú svarar þeim? Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast og hugsaði í smá stund að núna myndi hann brjóta ísinn og koma með eitthvað fyndið og skemmtilegt.En svo komu spurningarnar. Þær voru sjö. Þær voru NÚMERAÐAR! 1. Við hvað starfar þú? 2. Hvað hefur þú komið til margra landa? 3. Uppáhalds maturinn þinn? 4. Stundar þú líkamsrækt eða útivist? 5. Hvað ertu menntuð? 6. Áttu börn? 7. Hvert er fimm ára planið þitt? Ég byrjaði að svara og með hverri spurningunni þá leið mér svolítið eins og ég væri í atvinnuviðtali. Eða kannski meira svona í umsóknarferli fyrir atvinnuviðtal. Áður en ég svaraði síðustu spurningunni ákvað ég að spyrja hann:Hvað segirðu, hvernig gengur annars hjá þér að slá svörin mín inn í Excel? Hann svaraði með hláturkarli og baðst afsökunar á því ef að mér þætti þetta skrítið. Ég viðurkenni að mér fannst þetta skrítið en á sama tíma svolítið fyndið líka. Ég hugsaði með sjálfri mér að það væri nokkuð gefið að við værum ekki „týpurnar“ fyrir hvort annað ef að þetta væri ekki grín hjá honum. En ég svaraði samviskusamlega spurningu númer sjö:Fimm ára plan? Ég er meira í því að njóta líðandi stundar þessa dagana og er ekki komin með neitt aðgerðarplan fyrir næstu fimm ár sem að ég deili með fólki. Nema jú, ég ætla að vera óþolandi hamingjusöm og lenda í fullt af ævintýrum. Það leið smá stund þangað til hann svaraði. En svo kom það:Það er nú fallegt! Ég ætla að fá að hugsa þetta aðeins og heyri svo jafnvel í þér. Takk fyrir spjallið og hafðu það gott. Eftir þessi svör mín við númeruðu spurningunum sjö, féll gengið mitt harkalega úr flokknum áhugaverð gella niður í: Thank you, next!
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. 8. ágúst 2019 19:30 Spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? Eins og flestir hafa upplifað þá hefur síma og tölvunotkun farið sívaxandi síðustu ár. Ný fíkn hefur litið dagsins ljós og er það síma og tölvufíkn. En hversu mikið vandamál getur þetta skapað í samböndum? 9. ágúst 2019 09:15 Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru. 7. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk. 8. ágúst 2019 19:30
Spurning vikunnar: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu? Eins og flestir hafa upplifað þá hefur síma og tölvunotkun farið sívaxandi síðustu ár. Ný fíkn hefur litið dagsins ljós og er það síma og tölvufíkn. En hversu mikið vandamál getur þetta skapað í samböndum? 9. ágúst 2019 09:15
Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru. 7. ágúst 2019 22:15