Andri Már og Hlynur efstir en Íslandsmeistarinn er fimm höggum á eftir þeim Anton Ingi Leifsson skrifar 8. ágúst 2019 21:48 Axel Bóasson. mynd/gsímyndir Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson eru með forystuna í karlaflokki eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholti um helgina. Báðir koma þeir úr GOS en þeir kláruðu fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari. Andri Már fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og endaði því hringinn frábærlega. Sex kylfingar eru jafnir, höggi á eftir Andra og Hlyn, en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Gísli Sveinbergsson, Andri Þór Björnsson, Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon og Jóhannes Guðmundsson. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson, náði sér ekki á strik í dag en Axel er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring. Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem tryggði sér sæti á Áskorendamótaröðinni á dögunum er í 13. sætinu en hann spilaði á einu höggi yfir pari í dag. Annar hringurinn af fjórum verður spilaður á morgun en stöðuna í heild sinni má sjá hér.Staða efstu manna: 1.-2. Andri Már Óskarsson, GOS 69 högg (-2) 1.-2 Hlynur Geir Hjartarson, GOS 69 högg (-2) 3.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 högg (-1) 3.-8. Gísli Sveinbergsson, GK 70 högg (-1) 3.-8. Andri Þór Björnsson, GR 70 högg (-1) 3.-8. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-1) 3.-8. Hákon Örn Magnússon, GR 70 högg (-1) 3.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 70 högg (-1) 9.-12. Rúnar Arnórsson, GK 71 (par) 9.-12. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71 högg (par) 9.-12. Haraldur Hilmar Heimisson, GR 70 högg (par) 9.-12. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 70 högg (par) Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson eru með forystuna í karlaflokki eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholti um helgina. Báðir koma þeir úr GOS en þeir kláruðu fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari. Andri Már fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og endaði því hringinn frábærlega. Sex kylfingar eru jafnir, höggi á eftir Andra og Hlyn, en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Gísli Sveinbergsson, Andri Þór Björnsson, Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon og Jóhannes Guðmundsson. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson, náði sér ekki á strik í dag en Axel er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring. Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem tryggði sér sæti á Áskorendamótaröðinni á dögunum er í 13. sætinu en hann spilaði á einu höggi yfir pari í dag. Annar hringurinn af fjórum verður spilaður á morgun en stöðuna í heild sinni má sjá hér.Staða efstu manna: 1.-2. Andri Már Óskarsson, GOS 69 högg (-2) 1.-2 Hlynur Geir Hjartarson, GOS 69 högg (-2) 3.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 högg (-1) 3.-8. Gísli Sveinbergsson, GK 70 högg (-1) 3.-8. Andri Þór Björnsson, GR 70 högg (-1) 3.-8. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-1) 3.-8. Hákon Örn Magnússon, GR 70 högg (-1) 3.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 70 högg (-1) 9.-12. Rúnar Arnórsson, GK 71 (par) 9.-12. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71 högg (par) 9.-12. Haraldur Hilmar Heimisson, GR 70 högg (par) 9.-12. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 70 högg (par)
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira