Bannað að leka mörkum Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 16:30 Aaron Wan-Bissaka mun leysa hægri bakvörðinn hjá Manchester liðinu. Getty/Matthew Ashton Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái ekki á sig mark. Varnarlínan telur nú heila 14 leikmenn sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Það eru svo margar íslenskar nýkrónur að það er varla hægt Enda þarf að stoppa í götin. Varnarleikur liðsins í fyrra var oft á tíðum ansi spaugilegur og hélt David de Gea markinu hreinu aðeins sjö sinnum. Það er það sama og Brighton og Southampton. Reyndar var það þannig að aðeins Fulham og Huddersfield héldu markinu sínu sjaldnar hreinu á síðasta tímabili. Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka eru komnir inn og er vonast eftir því að Maguire og Victor Lindelof myndi nýtt miðvarðapar sem stuðningsmenn geti verið stoltir af. Það er eins og það sé ansi langt síðan Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru saman til að stöðva sóknarmenn andstæðinganna. Luke Shaw verður væntanlega vinstri bakvörður og er því varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik eða um 200 milljónir punda. Þess má geta að varnarlína Liverpool kostaði 143 milljónir punda í fyrra. Munar þar ansi miklu að Joel Matip kom ókeypis og Trent Alexander-Arnold er uppalinn. Eric Bailly er meiddur og verður lengi frá en það er nóg af mönnum til að taka sæti hans á bekknum sé litið yfir leikmannahópinn. Gallinn er að þar er enginn gæðaleikmaður sem kemur inn. Phil Jones, Marcos Rojo og Chris Smalling eru ekki leikmenn sem stuðningsmenn vilja sjá. Þegar blaðið fór í prentun í gær var Manchester-liðið ekki búið að losa sig við neinn varnarmann og því munu 14 leikmenn berjast um fjögur byrjunarliðssæti – sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira
Manchester United er með óeðlilega dýra leikmenn til að passa að liðið fái ekki á sig mark. Varnarlínan telur nú heila 14 leikmenn sem kostuðu félagið 323 milljónir punda. Það eru svo margar íslenskar nýkrónur að það er varla hægt Enda þarf að stoppa í götin. Varnarleikur liðsins í fyrra var oft á tíðum ansi spaugilegur og hélt David de Gea markinu hreinu aðeins sjö sinnum. Það er það sama og Brighton og Southampton. Reyndar var það þannig að aðeins Fulham og Huddersfield héldu markinu sínu sjaldnar hreinu á síðasta tímabili. Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka eru komnir inn og er vonast eftir því að Maguire og Victor Lindelof myndi nýtt miðvarðapar sem stuðningsmenn geti verið stoltir af. Það er eins og það sé ansi langt síðan Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru saman til að stöðva sóknarmenn andstæðinganna. Luke Shaw verður væntanlega vinstri bakvörður og er því varnarlínan ansi dýr í fyrsta leik eða um 200 milljónir punda. Þess má geta að varnarlína Liverpool kostaði 143 milljónir punda í fyrra. Munar þar ansi miklu að Joel Matip kom ókeypis og Trent Alexander-Arnold er uppalinn. Eric Bailly er meiddur og verður lengi frá en það er nóg af mönnum til að taka sæti hans á bekknum sé litið yfir leikmannahópinn. Gallinn er að þar er enginn gæðaleikmaður sem kemur inn. Phil Jones, Marcos Rojo og Chris Smalling eru ekki leikmenn sem stuðningsmenn vilja sjá. Þegar blaðið fór í prentun í gær var Manchester-liðið ekki búið að losa sig við neinn varnarmann og því munu 14 leikmenn berjast um fjögur byrjunarliðssæti – sem kostuðu félagið 323 milljónir punda.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Sjá meira