Í líkamsræktarstöðinni verður einnig að vinna Thor‘s Power verslun og verðlaunagripi. Stöðin er búin Rogue líkamsræktartækjum og fleiri almennum aflraunatækjum.
Í samtali við Fréttablaðið segir Hafþór Júlíus að stöðin sé fyrir alla. Hver sem er geti skráð sig og nú þegar sé alls konar fólk sem stundi líkamsrækt þar. Sem dæmi nefnir hann ömmu sína, en hún mætir um það bil þrisvar í viku til þess að hjóla og gera almennar æfingar.
Thor‘s Power Gym býður einnig upp á tæki sem ekki er hægt að finna annars staðar á Íslandi. Hann segir úrval líkamsræktastöðva hér á landi almennt gott en fyrir aflraunafólk sé meira í boði í nýju stöðinni, til að mynda náttúrusteina og önnur aflraunatæki sem séu frábrugðin þeim sem þekkist í hefðbundnum líkamsræktarstöðvum.