Ævintýralegur sigur Gróttu og Fjölnir bjargaði stigi á elleftu stundu í Njarðvík Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2019 21:14 Gróttu-menn fagna marki. vísir/vilhelm Topplið Fjölnis gerði óvænt jafntefli í Njarðvík er liðin skildu jöfn 1-1 í 16. umferð Inkasso-deildar karla en fimm leikir fóru fram í kvöld. Fyrsta mark leiksins í Njarðvík skoraði Andri Fannar Freysson úr vítaspyrnu. Á 94. mínútu jafnaði hins vegar Ingibergur Kort Sigurðarson og lokatölur 1-1. Fjölnir er áfram á toppi deildarinnar með 34 stig en liðið er þremur stigum á undan Þór. Njarðvík er í 11. sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti. Það var mikið fjör á Seltjarnarnesi er Grótta og vann Keflavík 4-3 í stórskemmtilegum knattspyrnuleik. Keflavík komst yfir með marki Frans Elvarssonar en Pétur Theódór Árnason jafnaði skömmu síðar. Davíð Snær Jóhannesson kom Keflavík yfir en aftur jafnaði Pétur Theódór Árnason. Axel Freyr Harðarson kom svo Gróttu yfir á 68. mínútu en Adam Ægir Pálsson jafnaði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Ekki var öll dramatík úti því í uppbótartíma var það Arnar Þór Helgason sem tryggði Gróttu sigur en markið kom á 94. mínútu. 4-3 sigur Gróttu. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en liðið er stigi á eftir Þór sem situr í öðru sætinu. Keflavík er í sjöunda sætinu með 22 stig. Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Fram á heimavelli, 3-0. Roger Banet Badia skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en þeir Jason Daði Svanþórsson og Georg Bjarnason gerðu mörkin í síðari hálfleik. Með sigrinum er Afturelding í níunda sætinu með sautján stig, nú sex stigum frá fallsæti. Fram er í frjálsu falli en eftir góða byrjun er liðið í 6. sætinu með 23 stig. Víkingur Ólafsvík og Leiknir gerðu svo 1-1 jafntefli í Ólafsvík. Árni Elvar Árnason kom Leikni yfir en lánsmaðurinn úr Eyjum, Guðmundur Magnússon, jafnaði metin fyrir Víking. Víkingur er í fimmta sætinu með 24 stig en Leiknir er sæti ofar með tveimur stigum meira. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net. Inkasso-deildin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Topplið Fjölnis gerði óvænt jafntefli í Njarðvík er liðin skildu jöfn 1-1 í 16. umferð Inkasso-deildar karla en fimm leikir fóru fram í kvöld. Fyrsta mark leiksins í Njarðvík skoraði Andri Fannar Freysson úr vítaspyrnu. Á 94. mínútu jafnaði hins vegar Ingibergur Kort Sigurðarson og lokatölur 1-1. Fjölnir er áfram á toppi deildarinnar með 34 stig en liðið er þremur stigum á undan Þór. Njarðvík er í 11. sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti. Það var mikið fjör á Seltjarnarnesi er Grótta og vann Keflavík 4-3 í stórskemmtilegum knattspyrnuleik. Keflavík komst yfir með marki Frans Elvarssonar en Pétur Theódór Árnason jafnaði skömmu síðar. Davíð Snær Jóhannesson kom Keflavík yfir en aftur jafnaði Pétur Theódór Árnason. Axel Freyr Harðarson kom svo Gróttu yfir á 68. mínútu en Adam Ægir Pálsson jafnaði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Ekki var öll dramatík úti því í uppbótartíma var það Arnar Þór Helgason sem tryggði Gróttu sigur en markið kom á 94. mínútu. 4-3 sigur Gróttu. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en liðið er stigi á eftir Þór sem situr í öðru sætinu. Keflavík er í sjöunda sætinu með 22 stig. Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Fram á heimavelli, 3-0. Roger Banet Badia skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en þeir Jason Daði Svanþórsson og Georg Bjarnason gerðu mörkin í síðari hálfleik. Með sigrinum er Afturelding í níunda sætinu með sautján stig, nú sex stigum frá fallsæti. Fram er í frjálsu falli en eftir góða byrjun er liðið í 6. sætinu með 23 stig. Víkingur Ólafsvík og Leiknir gerðu svo 1-1 jafntefli í Ólafsvík. Árni Elvar Árnason kom Leikni yfir en lánsmaðurinn úr Eyjum, Guðmundur Magnússon, jafnaði metin fyrir Víking. Víkingur er í fimmta sætinu með 24 stig en Leiknir er sæti ofar með tveimur stigum meira. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira