Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 06:00 Vegna jarðakaupa sinna á breski auðkýfingurinn James Ratcliffe til dæmis veiðiréttindi í Hofsá í Vopnafirði. Mynd/Trausti Hafliðason Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Af þeim sem taka afstöðu til spurningarinnar segjast 83,6 prósent mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Rúm ellefu prósent segjast hvorki sammála né ósammála og aðeins rúm fimm prósent eru því ósammála. Ríkisstjórnin setti á fót starfshóp síðasta sumar til að fjalla um málefnið og skilaði hann niðurstöðum í vor. „Í kjölfarið hefur vinnan verið markvissari og eins og ég hef sagt endar það vonandi með frumvarpi eða frumvörpum strax á haustþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Mynd/FréttablaðiðRáðherrann segir að um nokkuð flókið mál sé að ræða sem geti varðað breytingar á fleiri en einum lögum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum brjóti gegn EES-samningnum. „Við höfum annars vegar fyrirmynd frá Noregi, sem er EES-land, og hins vegar frá Danmörku, sem er í Evrópusambandinu. Þar er gengið miklu, miklu lengra í reglum er varða kaup á landi en við gerum nokkurn tímann.“ Þannig séu Íslendingar svolítil börn þegar kemur að skipulagsmálum og nýtingu lands í samanburði við þá þróun sem átt hafi sér stað annars staðar og hvar Norðurlöndin séu stödd. Sigurður Ingi segir þó að gera verði greinarmun á því hvers konar kaup er um að ræða. „Mér finnst til dæmis augljóst að það sé stórkostlegur munur á því hvort um sé að ræða einstakar fasteignir eða stórar landspildur, hvað þá jarðir eða heilu dalina.“ Þá segir hann vandamál hversu erfitt geti verið að finna upplýsingar um eigendur jarða. „Eignarhald getur verið óljóst vegna þess að jörð getur verið í eigu einhvers félags sem er í eigu einhvers annars. Þess vegna getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir það hvaða aðili og hvort einhver einn aðili sé eigandi margra jarða eða hafi mismunandi félög um hverja jörð.“Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Ekki mældist marktækur munur á afstöðu kynjanna til málsins en íbúar á landsbyggðinni eru líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að vera mjög sammála frekari skorðum við jarðakaupum erlendra aðila. Engu að síður er meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins mjög sammála frekari skorðum. Eldra fólk er afdráttarlausara í stuðningi sínum við því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Þó er mikill meirihluti í öllum aldurshópum á því að setja eigi slíkar skorður. Könnunin var framkvæmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30 Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Af þeim sem taka afstöðu til spurningarinnar segjast 83,6 prósent mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Rúm ellefu prósent segjast hvorki sammála né ósammála og aðeins rúm fimm prósent eru því ósammála. Ríkisstjórnin setti á fót starfshóp síðasta sumar til að fjalla um málefnið og skilaði hann niðurstöðum í vor. „Í kjölfarið hefur vinnan verið markvissari og eins og ég hef sagt endar það vonandi með frumvarpi eða frumvörpum strax á haustþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Mynd/FréttablaðiðRáðherrann segir að um nokkuð flókið mál sé að ræða sem geti varðað breytingar á fleiri en einum lögum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum brjóti gegn EES-samningnum. „Við höfum annars vegar fyrirmynd frá Noregi, sem er EES-land, og hins vegar frá Danmörku, sem er í Evrópusambandinu. Þar er gengið miklu, miklu lengra í reglum er varða kaup á landi en við gerum nokkurn tímann.“ Þannig séu Íslendingar svolítil börn þegar kemur að skipulagsmálum og nýtingu lands í samanburði við þá þróun sem átt hafi sér stað annars staðar og hvar Norðurlöndin séu stödd. Sigurður Ingi segir þó að gera verði greinarmun á því hvers konar kaup er um að ræða. „Mér finnst til dæmis augljóst að það sé stórkostlegur munur á því hvort um sé að ræða einstakar fasteignir eða stórar landspildur, hvað þá jarðir eða heilu dalina.“ Þá segir hann vandamál hversu erfitt geti verið að finna upplýsingar um eigendur jarða. „Eignarhald getur verið óljóst vegna þess að jörð getur verið í eigu einhvers félags sem er í eigu einhvers annars. Þess vegna getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir það hvaða aðili og hvort einhver einn aðili sé eigandi margra jarða eða hafi mismunandi félög um hverja jörð.“Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Ekki mældist marktækur munur á afstöðu kynjanna til málsins en íbúar á landsbyggðinni eru líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að vera mjög sammála frekari skorðum við jarðakaupum erlendra aðila. Engu að síður er meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins mjög sammála frekari skorðum. Eldra fólk er afdráttarlausara í stuðningi sínum við því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Þó er mikill meirihluti í öllum aldurshópum á því að setja eigi slíkar skorður. Könnunin var framkvæmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30 Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30
Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00