Kelly McGillis veit af hverju hún er ekki í nýju Top Gun: „Ég er gömul og ég er feit“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 10:37 Kelly McGillis kvaddi sviðsljósið fyrir löngu. Getty/IMDB Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig. Hollywood Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig.
Hollywood Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira