Sonur Ole Gunnar Solskjær spilar á móti Manchester United í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 14:30 Ole Gunnar Solskjær með Noah son sinn eftir að hann varð Englandsmeistari með Manchester United árið 2001. Það var fjórði meistaratitilinn af sex sem Ole Gunnar vann með Manchester United. Getty/StuForster /Allsport Noah Solskjaer, 19 ára sonur Ole Gunnar Solskjær, spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Kristiansund í kvöld. Svo vill til að leikurinn er á móti Manchester United. Manchester United mætir Kristiansund í dag í næst síðasta undirbúningsleik sínum fyrir tímabilið en leikurinn fer fram á Ullevaal Stadion í Osló. Ole Gunnar Solskjær fæddist í Kristiansund og hóf ferillinn með Clausenengen sem er lið frá bænum. Hann fór síðan þaðan til Molde og varð síðan orðinn leikmaður Manchester United 23 ára gamall. Solskjær snéri síðan aftur til Molde og var þjálfari liðsins þegar kallið kom frá Old Trafford. Hann tók fyrst við til bráðabrigða í desember 2018 en var síðan fastráðinn undir lok síðasta tímabils. Ole Gunnar er nú á sínu fyrsta undirbúningstímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann er nú kominn með lið sitt heim til Noregs og fær nú tækifæri til að stýra því á móti stráknum sínum. Noah Solskjaer er í hópnum fyrir leik Kristiansund á móti Manchester United í kvöld. Leikurinn hefst 17.00 að íslenskum tíma.Imagine making your senior debut for your family's hometown club against Manchester United, the team managed by your father. It looks likely to happen ➡ https://t.co/d4yg7TiWr3#ManUtd#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/S6myBHM8UQ — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019Noah Solskjær hefur enn ekki náð að spila fyrir aðallið Kristiansund en á að baki þrettán leiki með b-liði félagsins. Noah spilar ekki í fremstu víglínu eins og faðir sinn heldur inn á miðjunni. „Faðir hans var betri eftir því sem hann komst nærri vítateignum en Noah er meira leikmaður sem er að setja upp sóknir síns liðs,“ sagði Christian Michelsen, þjálfari Kristiansund. „Hann hefur mikla hæfileika og er með góðan skilning á fótbolta. Noah hefur farið í gegnum góðan skóla,“ sagði Michelsen. Noah sjálfur sagði það í viðtali nýlega að hann byggi ekki leik sinn á leik föðurs síns heldur horfi hann meira til leikmanns eins og Michael Carrick, fyrrum leikmanns Manchester United. „Ég er miklu meira sexa á miðjunni heldur en tía. Það væri gaman að fá að spila í þessum leik. Ég er búinn að sjá svo marga svona stórleiki að ég er orðinn vanur þeim,“ sagði Noah Solskjær en BBC segir frá. Enski boltinn Noregur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Noah Solskjaer, 19 ára sonur Ole Gunnar Solskjær, spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Kristiansund í kvöld. Svo vill til að leikurinn er á móti Manchester United. Manchester United mætir Kristiansund í dag í næst síðasta undirbúningsleik sínum fyrir tímabilið en leikurinn fer fram á Ullevaal Stadion í Osló. Ole Gunnar Solskjær fæddist í Kristiansund og hóf ferillinn með Clausenengen sem er lið frá bænum. Hann fór síðan þaðan til Molde og varð síðan orðinn leikmaður Manchester United 23 ára gamall. Solskjær snéri síðan aftur til Molde og var þjálfari liðsins þegar kallið kom frá Old Trafford. Hann tók fyrst við til bráðabrigða í desember 2018 en var síðan fastráðinn undir lok síðasta tímabils. Ole Gunnar er nú á sínu fyrsta undirbúningstímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann er nú kominn með lið sitt heim til Noregs og fær nú tækifæri til að stýra því á móti stráknum sínum. Noah Solskjaer er í hópnum fyrir leik Kristiansund á móti Manchester United í kvöld. Leikurinn hefst 17.00 að íslenskum tíma.Imagine making your senior debut for your family's hometown club against Manchester United, the team managed by your father. It looks likely to happen ➡ https://t.co/d4yg7TiWr3#ManUtd#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/S6myBHM8UQ — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019Noah Solskjær hefur enn ekki náð að spila fyrir aðallið Kristiansund en á að baki þrettán leiki með b-liði félagsins. Noah spilar ekki í fremstu víglínu eins og faðir sinn heldur inn á miðjunni. „Faðir hans var betri eftir því sem hann komst nærri vítateignum en Noah er meira leikmaður sem er að setja upp sóknir síns liðs,“ sagði Christian Michelsen, þjálfari Kristiansund. „Hann hefur mikla hæfileika og er með góðan skilning á fótbolta. Noah hefur farið í gegnum góðan skóla,“ sagði Michelsen. Noah sjálfur sagði það í viðtali nýlega að hann byggi ekki leik sinn á leik föðurs síns heldur horfi hann meira til leikmanns eins og Michael Carrick, fyrrum leikmanns Manchester United. „Ég er miklu meira sexa á miðjunni heldur en tía. Það væri gaman að fá að spila í þessum leik. Ég er búinn að sjá svo marga svona stórleiki að ég er orðinn vanur þeim,“ sagði Noah Solskjær en BBC segir frá.
Enski boltinn Noregur Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira