Tæp 37 prósent vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira