Eru ennþá að „berjast“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 13:00 Stuðningsmenn Trabzonspor mættu í æfingabúðir í liðsins í Austurríki og sýndu leikmönnum stuðning með því að kveikja á blysum í litum félagsins. Getty/Selcuk Kilic Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Körfubolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira
Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Körfubolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Sjá meira