Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 3-2 ÍBV | Árbæingar með þriðja sigurinn í röð Gabríel Sighvatsson skrifar 31. júlí 2019 20:30 vísir/bára Fylkir vann í dag sinn þriðja sigur í röð þegar liðið tók á móti ÍBV í dag. Fyrir leik var aðeins eitt stig sem skildi liðin í dag og sama markamun þurfti til að skilja að liðin í dag. Það var mikið fjör í leiknum og alls 5 mörk skoruð. Bæði lið hófu þetta með því að skora tvö mörk með mjög stuttu millibili en Fylkir náði að komast aftur yfir með öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var jafn en það voru heimakonur í Fylki sem juku forystunu og róðurinn orðinn þungur fyrir Eyjakonur. Cloé Lacasse skoraði annað mark sitt í dag til að minnka muninn undir rest en lengra komst ÍBV ekki og niðurstaðan því 3-2 sigur Árbæinga.Af hverju vann Fylkir?Það var mikið jafnræði með liðunum í dag en Fylkir hafði svolítið heppnina með sér og skoraði mörk sem þær hefðu kannski ekki skorað á móti öðrum liðum. Engu að síður sýndi Fylkisliðið mikinn styrk og góða frammistöðu, það er mikill vilji og hungur í hópnum og það klárlega hjálpar þeim að vera á sigurgöngu.Hvað gekk illa?Það er erfitt að þurfa 4 mörk til að vinna leiki og þannig var það fyrir ÍBV í dag. Liðið fékk á sig klaufamörk eins og þegar markmaðurinn missti af bolta sem hún hefði átt að verja og mistök í varnarleiknum í þokkabót. Það leit út fyrir að gestirnir næðu kannski að redda sér undir lokin en þá var það orðið of seint.Hverjir stóðu upp úr?Stefanía Ragnarsdóttir hjá Fylki átti góðan leik og skoraði sigurmarkið. Marija var öflug í fyrri hálfleik en það dró af henni í þeim síðari. Ída Marín, Kyra Taylor og Þórdís Elva voru meðal þeirra sem áttu einnig góðan leik. Best í liði Eyjakvenna var Cloé Lacasse en hún skoraði bæði mörk ÍBV í dag og það er ljóst að það verður mikill missir fyrir Eyjaliðið þegar hún yfirgefur liðið á næstunni.Hvað gerist næst?Framundan er Verslunarmannahelgi og var þetta ekki rétta leiðin til að fara inn í Þjóðhátíð fyrir ÍBV. Þær fá aftur séns gegn KR og eftir úrslit ÍBV undanfarin misseri verður sá leikur gríðarlega mikilvægur upp á fallbaráttuna að gera. Fylkir er aftur á móti búinn að bægja mestu hættunni frá og sitja nokkuð örugglega í 5. sæti og eiga næst leik gegn Stjörnunni sem er einu sæti neðar.Kjartan: Stoltur af stelpunum„Ég er rosalega stoltur af stelpunum, þetta er ótrúlegt hvernig við höfum náð að spila í þessari törn, 5-6 leikir á þremur vikum. Það sást aðeins á seinni hálfleiknum að við vorum orðnar mjög þreyttar.” sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, himinlifandi eftir enn einn mikilvægan sigurinn í þetta sinn gegn ÍBV. Liðið hefur verið að standa sig frábærlega í undanförnum leikjum. „Það er hungur og vilji og við höfum náð að stilla strengi. Svolítið búið að tala um einhver meiðsli en við erum búin að stíga upp úr því. Þetta er ungt lið og það er að læra og það sést í seinustu þremur leikjum.” „Lykilleikmenn eru að gera mjög vel í að binda saman unga leikmenn. Við settum okkur markmið og við sáum að þetta væri löng törn og alltaf þegar markmið nást þá er maður svakalega sáttur.” Fylkisliðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og geta andað léttar yfir að vera komin um miðja deild. „Okkur var mikið létt þegar flautan gall. Þær lágu á okkur og Vestmannaeyingar eru með hörku lið. Við erum enn að koma niður úr skýjunum.”Óskar: Fáum á okkur aulamörkÓskar Rúnarsson steig inn í skarð Jóns Ólafs Daníelssonar sem þjálfari ÍBV í dag þar sem Jón Óli var fjarverandi. Óskar var, rétt eins og liðið, svekktur að leikslokum. „Við erum gríðarlega svekkt, sérstaklega af því það gekk margt fínt hjá okkur. Frammistaðan var ekkert þannig að við áttum skilið að tapa, fannst mér. Við fáum á okkur aulamörk og það er erfitt að þurfa að gera 4 mörk í hvert einasta skipti til að vinna leiki.” Það er óhætt að segja að mörkin sem ÍBV fékk á sig voru klaufaleg og Óskar vildi meina að það hefði hreinlega skilið liðin að í dag. „Ég veit ekki hvað maður getur sagt þegar maður sér svona mörk. Við erum bara þannig lið að við gerum alltaf mistök og fáum alltaf á okkur svona mörk og þurfum að skora fjögur.” „Það voru fínir spilkaflar hjá okkur og við vorum að reyna að gera það sem var lagt upp. Við fengum engin dauðafæri en vorum að komast í fínar stöður og hefðum getað refsað þeim betur.” ÍBV hefur átt í miklum erfiðleikum í undanförnum leikjum en liðið hefur nú tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni og situr þétt við botnhluta deildarinnar. Óskar vissi ekki hvað vantar til að ná í þrjú stig. „Ef ég kynni það, þá myndum við kannski vinna en það er rétt við erum ekki að ná að klára leiki. Á meðan það er þá fáum við ekki stig og sitjum ennþá í þessum pakka þarna í botninum.” „Það er klárt að það var ekki lagt upp með að vera í þessum pakka á þessum tímapunkti en þetta er bara staðan og við þurfum að rífa okkur saman upp úr þetta, við gerum þetta allar saman.” Að lokum gat hann lítið sagt til um Cloé Lacasse sem er á förum frá liðinu. Hún gengur til liðs við portúgalska liðið Benfica og er ekki enn komin niðurstaða í það hvenær hún fer út. „Klúbbarnir eru bara í samningaviðræðum og þegar að því kemur þá tökum við á því.”Sísí Lára: Á að vera nóg að skora eittSigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði ÍBV, var ekki ánægð með að tapa gífurlega mikilvægum leik gegn Fylki. „Þetta eru 3 dýrmæt töpuð stig. Við höfum verið að tapa síðustu leikjum og fá á okkur auðveld mörk, við erum að gefa mörkin og þurfum jafnvel að skora 4 mörk til að vinna þennan leik en það á að vera nóg að skora eitt.” sagði Sigríður Lára en liðið hefur verið að fá of mikið af mörkum á sig undanfarið. „Við þurfum að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert til að gera betur inni á vellinum. Við þurfum að vinna saman sem lið. Mér finnst við ekki vera að verjast nógu vel allar 11 á vellinum, það er bara þannig.” ÍBV er nú búið að tapa 5 af síðustu 6 leikjum og hefur heldur betur sogast niður í botnbaráttuna. Næsti leikur er ekki síður mikilvægur en hann er gegn KR sem er einnig í fallbaráttu. „Það er nóg eftir. Botnbaráttan er mjög jöfn og við förum í hvern leik til að taka 3 stig. Þetta verður erfitt en við erum allar tilbúnar til að takast á við þetta verkefni.” Pepsi Max-deild kvenna
Fylkir vann í dag sinn þriðja sigur í röð þegar liðið tók á móti ÍBV í dag. Fyrir leik var aðeins eitt stig sem skildi liðin í dag og sama markamun þurfti til að skilja að liðin í dag. Það var mikið fjör í leiknum og alls 5 mörk skoruð. Bæði lið hófu þetta með því að skora tvö mörk með mjög stuttu millibili en Fylkir náði að komast aftur yfir með öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur var jafn en það voru heimakonur í Fylki sem juku forystunu og róðurinn orðinn þungur fyrir Eyjakonur. Cloé Lacasse skoraði annað mark sitt í dag til að minnka muninn undir rest en lengra komst ÍBV ekki og niðurstaðan því 3-2 sigur Árbæinga.Af hverju vann Fylkir?Það var mikið jafnræði með liðunum í dag en Fylkir hafði svolítið heppnina með sér og skoraði mörk sem þær hefðu kannski ekki skorað á móti öðrum liðum. Engu að síður sýndi Fylkisliðið mikinn styrk og góða frammistöðu, það er mikill vilji og hungur í hópnum og það klárlega hjálpar þeim að vera á sigurgöngu.Hvað gekk illa?Það er erfitt að þurfa 4 mörk til að vinna leiki og þannig var það fyrir ÍBV í dag. Liðið fékk á sig klaufamörk eins og þegar markmaðurinn missti af bolta sem hún hefði átt að verja og mistök í varnarleiknum í þokkabót. Það leit út fyrir að gestirnir næðu kannski að redda sér undir lokin en þá var það orðið of seint.Hverjir stóðu upp úr?Stefanía Ragnarsdóttir hjá Fylki átti góðan leik og skoraði sigurmarkið. Marija var öflug í fyrri hálfleik en það dró af henni í þeim síðari. Ída Marín, Kyra Taylor og Þórdís Elva voru meðal þeirra sem áttu einnig góðan leik. Best í liði Eyjakvenna var Cloé Lacasse en hún skoraði bæði mörk ÍBV í dag og það er ljóst að það verður mikill missir fyrir Eyjaliðið þegar hún yfirgefur liðið á næstunni.Hvað gerist næst?Framundan er Verslunarmannahelgi og var þetta ekki rétta leiðin til að fara inn í Þjóðhátíð fyrir ÍBV. Þær fá aftur séns gegn KR og eftir úrslit ÍBV undanfarin misseri verður sá leikur gríðarlega mikilvægur upp á fallbaráttuna að gera. Fylkir er aftur á móti búinn að bægja mestu hættunni frá og sitja nokkuð örugglega í 5. sæti og eiga næst leik gegn Stjörnunni sem er einu sæti neðar.Kjartan: Stoltur af stelpunum„Ég er rosalega stoltur af stelpunum, þetta er ótrúlegt hvernig við höfum náð að spila í þessari törn, 5-6 leikir á þremur vikum. Það sást aðeins á seinni hálfleiknum að við vorum orðnar mjög þreyttar.” sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, himinlifandi eftir enn einn mikilvægan sigurinn í þetta sinn gegn ÍBV. Liðið hefur verið að standa sig frábærlega í undanförnum leikjum. „Það er hungur og vilji og við höfum náð að stilla strengi. Svolítið búið að tala um einhver meiðsli en við erum búin að stíga upp úr því. Þetta er ungt lið og það er að læra og það sést í seinustu þremur leikjum.” „Lykilleikmenn eru að gera mjög vel í að binda saman unga leikmenn. Við settum okkur markmið og við sáum að þetta væri löng törn og alltaf þegar markmið nást þá er maður svakalega sáttur.” Fylkisliðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og geta andað léttar yfir að vera komin um miðja deild. „Okkur var mikið létt þegar flautan gall. Þær lágu á okkur og Vestmannaeyingar eru með hörku lið. Við erum enn að koma niður úr skýjunum.”Óskar: Fáum á okkur aulamörkÓskar Rúnarsson steig inn í skarð Jóns Ólafs Daníelssonar sem þjálfari ÍBV í dag þar sem Jón Óli var fjarverandi. Óskar var, rétt eins og liðið, svekktur að leikslokum. „Við erum gríðarlega svekkt, sérstaklega af því það gekk margt fínt hjá okkur. Frammistaðan var ekkert þannig að við áttum skilið að tapa, fannst mér. Við fáum á okkur aulamörk og það er erfitt að þurfa að gera 4 mörk í hvert einasta skipti til að vinna leiki.” Það er óhætt að segja að mörkin sem ÍBV fékk á sig voru klaufaleg og Óskar vildi meina að það hefði hreinlega skilið liðin að í dag. „Ég veit ekki hvað maður getur sagt þegar maður sér svona mörk. Við erum bara þannig lið að við gerum alltaf mistök og fáum alltaf á okkur svona mörk og þurfum að skora fjögur.” „Það voru fínir spilkaflar hjá okkur og við vorum að reyna að gera það sem var lagt upp. Við fengum engin dauðafæri en vorum að komast í fínar stöður og hefðum getað refsað þeim betur.” ÍBV hefur átt í miklum erfiðleikum í undanförnum leikjum en liðið hefur nú tapað 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni og situr þétt við botnhluta deildarinnar. Óskar vissi ekki hvað vantar til að ná í þrjú stig. „Ef ég kynni það, þá myndum við kannski vinna en það er rétt við erum ekki að ná að klára leiki. Á meðan það er þá fáum við ekki stig og sitjum ennþá í þessum pakka þarna í botninum.” „Það er klárt að það var ekki lagt upp með að vera í þessum pakka á þessum tímapunkti en þetta er bara staðan og við þurfum að rífa okkur saman upp úr þetta, við gerum þetta allar saman.” Að lokum gat hann lítið sagt til um Cloé Lacasse sem er á förum frá liðinu. Hún gengur til liðs við portúgalska liðið Benfica og er ekki enn komin niðurstaða í það hvenær hún fer út. „Klúbbarnir eru bara í samningaviðræðum og þegar að því kemur þá tökum við á því.”Sísí Lára: Á að vera nóg að skora eittSigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði ÍBV, var ekki ánægð með að tapa gífurlega mikilvægum leik gegn Fylki. „Þetta eru 3 dýrmæt töpuð stig. Við höfum verið að tapa síðustu leikjum og fá á okkur auðveld mörk, við erum að gefa mörkin og þurfum jafnvel að skora 4 mörk til að vinna þennan leik en það á að vera nóg að skora eitt.” sagði Sigríður Lára en liðið hefur verið að fá of mikið af mörkum á sig undanfarið. „Við þurfum að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert til að gera betur inni á vellinum. Við þurfum að vinna saman sem lið. Mér finnst við ekki vera að verjast nógu vel allar 11 á vellinum, það er bara þannig.” ÍBV er nú búið að tapa 5 af síðustu 6 leikjum og hefur heldur betur sogast niður í botnbaráttuna. Næsti leikur er ekki síður mikilvægur en hann er gegn KR sem er einnig í fallbaráttu. „Það er nóg eftir. Botnbaráttan er mjög jöfn og við förum í hvern leik til að taka 3 stig. Þetta verður erfitt en við erum allar tilbúnar til að takast á við þetta verkefni.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti