Þessi tuttugu koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims: Þrír frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 14:30 Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah eru allir tilnefndir. Getty/Laurence Griffiths Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Tíu knattspyrnukarlar og tíu knattspyrnukonur voru í dag tilnefnd sem besta knattspyrnufólk heims af Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrir árið 2019. Það verður hægt að kjósa þau þrjú bestu hjá körlum og konum á heimasíðu FIFA en það mun síðan koma í ljós í september hver verða valin besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona heims. Hér er í raun verið að velja knattspyrnufólk fyrir frammistöðu sína frá 25. maí 2018 til 7. júlí 2019. Það var hópur sérfræðinga sem setti saman þessar tilnefningar en FIFA gaf það síðan út í daga hvaða tuttugu leikmenn koma til greina sem besta knattspyrnufólk heims. Efstu þrjú hjá körlum og konum verða tilkynnt seinna en sjálf verðlaunaafhendingin fer síðan fram í Mílanó á Ítalíu 23. september á The Best FIFA Football Awards. Evrópumeistarar Liverpool eiga þrjá leikmenn á listanum eða þá Virgil van Dijk, Sadio Mane og Mohamed Salah. Á listanum eru fastamenn eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo ásamt þeim Harry Kane, Eden Hazard og Kylian Mbappe. Þar eru líka hollensku unglingarnir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn. Fjórir leikmenn úr heimsmeistaraliði Bandaríkjanna eru tilnefndar hjá konunum en það eru þær Megan Rapinoe, Alex Morgan, Rose Lavelle og Julie Ertz. Norðmenn eiga tvo á listanum eða þær Ada Hegerberg og Caroline Graham Hansen. Frakkar (Wendie Renard og Amandine Henry) og Englendingar (Lucy Bronze og Ellen White) eiga líka tvo leikmenn og þær tvær síðustu á listanum eru þær Vivianne Miedema frá Hollandi og Sam Kerr frá Ástralíu. Það er hægt að lesa meira um þessa tíu leikmenn og kjósa á milli þeirra með því að fara hingað inn.Ready? #TheBest Men's Player nominees:@Cristiano@DeJongFrenkie21 Matthijs de Ligt@hazardeden10@HKane Sadio Mane@KMbappe Lionel Messi@MoSalah@VirgilvDijk Voting NOW OPEN https://t.co/nw6p9KIcc6 — FIFA.com (@FIFAcom) July 31, 2019Here they are! #TheBest Women's Player nominees:@LucyBronze@julieertz@CarolineGrahamH@AdaStolsmo@amandinehenry6@samkerr1@roselavelle@VivianneMiedema@alexmorgan13@mPinoe@WRenard@ellsbells89 Voting NOW OPENhttps://t.co/t8x1884tdq — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) July 31, 2019
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira