Enski boltinn

Fimm vítaspyrnur í súginn þegar Wolves vann Man. City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úlfarnir fagna Rui Patrício sem varði þrjú víti í vítakeppninni.
Úlfarnir fagna Rui Patrício sem varði þrjú víti í vítakeppninni. vísir/getty
Wolves vann Englandsmeistara Manchester City í úrslitaleik Asíubikarsins, æfingamóts í Kína. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus en Úlfarnir unnu vítaspyrnukeppnina, 3-2.



Rui Patrício var hetjan í vítakeppninni en hann varði þrjár spyrnur City-manna; frá Ilkay Gündogan, David Silva og Lukas Nmecha.

Ryan Bennett, Taylor Perry og Ruben Vinagre skoruðu úr sínum spyrnum fyrir Wolves en Conor Coady og Max Kilman klikkuðu á punktinum.

Næsti leikur Wolves er gegn Crusaders í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

City mætir Kitchee í æfingaleik í Hong Kong á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×