Enski boltinn

Sarri: Veit ekki hvort Pogba komi til Juve

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty
Maurizio Sarri segir hurðina opna fyrir Paul Pogba að snúa aftur til Juventus. Ítalinn segist hafa mikið álit á franska miðjumanninum og útilokaði ekki að gera tilboð í hann.

Pogba fór frá Juventus til Manchester United fyrir 89 milljónir punda árið 2016 og var þá dýrasti leikmaður heims. Pogba hefur verið orðaður í burt frá United í sumar og sagðist sjálfur vilja fá nýja áskorun.

United segir að Pogba sé ekki til sölu og heimildarmenn ESPN segja að það þurfi 160 milljónir punda til þess að fá miðjumanninn.

„Ég er ekki yfirmaður knattspyrnumála svo ég veit ekki hvort Pogba komi til Juventus en mér líkar mjög vel við hann,“ sagði Sarri sem tók við Juventus í sumar.

„Paul Pogba er leikmaður Manchester United svo ég vil ekki ræða það frekar.“

Juventus mætir Tottenham í International Champions Cup æfingamótinu í dag, leikurinn hefst klukkan 11:30 og er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×