Jóhannes Karl: KR-ingar töluvert betri en flest önnur lið á landinu Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 19:38 Jóhannes Karl Guðjónsson vísir/daníel þór „Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KA og kom það sem þruma úr heiðskíru lofti. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda marksins. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. ,,Óþolandi yfirburðir KR"Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Leikurinn þróaðist þannig að ég var virkilega ósáttur að komast ekki í 2-0. Við fengum tækifæri til þess og mér fannst við vera með leikinn í góðri stöðu. Við fáum líka færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-0 en í staðinn nær KA að jafna og fá aukinn kraft við það. Við urðum of passífir og þegar upp er staðið er jafntefli sanngjörn niðurstaða.“ Þetta sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-1 jafntefli við KA á Akureyri í dag. Almarr Ormarsson skoraði jöfnunarmark KA og kom það sem þruma úr heiðskíru lofti. Jóhannes Karl var ósáttur með varnarleikinn í aðdraganda marksins. „Við viljum vera þéttir á þessu svæði. Þetta var í hjarta varnarinnar og í gegnum hjartað á liðinu. Það var allt of auðveld og greið leið í gegnum liðið okkar. Auðvelt skot á markið en þetta er auðvitað vel gert hjá Almarri. Alls ekki nógu öflug varnarvinna hjá okkur og það var virkilega svekkjandi,“ segir Jóhannes Karl. ,,Óþolandi yfirburðir KR"Þetta var þriðja jafntefli Skagamanna í síðustu fjórum leikjum en það pirrar þjálfara þeirra ekki ýkja mikið. „Nei í raun og veru ekki. Þetta er mjög erfið deild. Við ætlum okkur alltaf að vinna leiki en við verðum líka að virða það að við séum að ná í þessi stig. Þegar við erum ekki að spila nægilega vel verðum við stundum að sætta okkur við jafntefli. Ég hef trú á að við getum bætt spilamennskuna og þá verða jafnteflin að sigrum,“ segir Jóhannes Karl. Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði KR. Er möguleiki að veita þeim baráttu um Íslandsmeistaratitilinn? „Eins óþolandi og það er þá eru KR-ingarnir bara með það mikla yfirburði í deildinni. Þeir eru með svakalega öflugan mannskap og eru að bæta enn meira í. Þeir virðast vera komnir langleiðina með að sigla þessu heim. KR-ingarnir eru töluvert betri en flest önnur lið í landinu en við viljum vera eins nálægt þeim og mögulegt er,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Leik lokið: KA 1-1 ÍA │Stál í stál á Akureyri Skagamenn sóttu eitt stig norður til Akureyrar í Pepsi-Max deild karla í dag. 21. júlí 2019 20:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki