Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Jarðakaup útlendinga Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun