Þurfti að gangast undir heilaaðgerð eftir fyrsta tapið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:30 Maxim Dadashev á góðri stundu. Nú berst hann fyrir lífi sínu. AP/John Locher Maxim Dadashev var ósigraður þegar hann steig inn í hnefaleikahringinn um helgina en mun líklega aldrei vera sá sami eftir bardagann. Maxim Dadashev endaði kvöldið á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaaðgerð eftir að það hafði blætt inn á heila. Hann var á bráðadeild eftir tveggja klukkustunda aðgerð. Maxim Dadashev barðist við Subriel Matias í veltivigt en báðir kapparnir voru taplausir fyrir bardagann. Það var þjálfari Maxim, Buddy McGirt, sem áttaði sig á alvarleika málsins og kastaði inn hvíta handklæðinu í elleftu lotu. Dómarinn hafði þá ekki stoppað bardagann en Maxim Dadashev þurfti aðstoð til að komast út úr hringnum og ældi áður en hann komst inn í búningsklefa. Maxim Dadashev er 28 ára gamall og er frá Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Honum er haldið sofandi eftir aðgerðina.Boxer Maxim Dadashev remained hospitalized in a medically induced coma Saturday, following surgery for severe head trauma. https://t.co/WYPObVd3EA — Post Sports (@PostSports) July 21, 2019„Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég sýndi að ég er ekki bara kraftboxari heldur get ég líka boxað. Ég var með yfirburði í þessum bardaga. Ég einbeitti mér að sókninni og slá í búkinn. Með því kom ég í veg fyrir að hann væri að hlaupa frá mér,“ sagði sigurvegarinn Subriel Matias „Ég vona að Maxim sé í lagi. Hann frábær hnefaleikari og mikill bardagamaður,“ bætti Subriel Matias við. „Hann er enn í lífshættu en læknirinn sagði að hann væri stöðugur,“ sagði Donatas Janusevicius, sem er styrktarþjálfari Dadashev sem heimsótti hann eftir aðgerðina. „Við vitum að þeir náðu að stöðva blæðinguna og bólgan hefur hjaðnað. Það eru jákvæðar fréttir og núna vonum við bara og biðjum fyrir því að hann komist sem best í gegnum þetta,“ sagði Janusevicius. Box Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Maxim Dadashev var ósigraður þegar hann steig inn í hnefaleikahringinn um helgina en mun líklega aldrei vera sá sami eftir bardagann. Maxim Dadashev endaði kvöldið á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaaðgerð eftir að það hafði blætt inn á heila. Hann var á bráðadeild eftir tveggja klukkustunda aðgerð. Maxim Dadashev barðist við Subriel Matias í veltivigt en báðir kapparnir voru taplausir fyrir bardagann. Það var þjálfari Maxim, Buddy McGirt, sem áttaði sig á alvarleika málsins og kastaði inn hvíta handklæðinu í elleftu lotu. Dómarinn hafði þá ekki stoppað bardagann en Maxim Dadashev þurfti aðstoð til að komast út úr hringnum og ældi áður en hann komst inn í búningsklefa. Maxim Dadashev er 28 ára gamall og er frá Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Honum er haldið sofandi eftir aðgerðina.Boxer Maxim Dadashev remained hospitalized in a medically induced coma Saturday, following surgery for severe head trauma. https://t.co/WYPObVd3EA — Post Sports (@PostSports) July 21, 2019„Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég sýndi að ég er ekki bara kraftboxari heldur get ég líka boxað. Ég var með yfirburði í þessum bardaga. Ég einbeitti mér að sókninni og slá í búkinn. Með því kom ég í veg fyrir að hann væri að hlaupa frá mér,“ sagði sigurvegarinn Subriel Matias „Ég vona að Maxim sé í lagi. Hann frábær hnefaleikari og mikill bardagamaður,“ bætti Subriel Matias við. „Hann er enn í lífshættu en læknirinn sagði að hann væri stöðugur,“ sagði Donatas Janusevicius, sem er styrktarþjálfari Dadashev sem heimsótti hann eftir aðgerðina. „Við vitum að þeir náðu að stöðva blæðinguna og bólgan hefur hjaðnað. Það eru jákvæðar fréttir og núna vonum við bara og biðjum fyrir því að hann komist sem best í gegnum þetta,“ sagði Janusevicius.
Box Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira