Bjóða upp treyjur afreksfólks til styrktar góðgerðarfélögum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:00 Sturlaugur segir þá Ivan einstaklega þákkláta öllu því afreksfólki sem hefur gefið treyjur í verkefnið. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira