Enski boltinn

Guardiola segir fréttir frá Kína um hroka og virðingarleysi Man. City vera „falskar fréttir“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola gefur hér eiginhandaráritun í Kína.
Pep Guardiola gefur hér eiginhandaráritun í Kína. Getty/Lintao Zhang
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir ekkert til í þeim fréttum frá Kína að félagið hafi sýnt virðingarleysi með því að hunsa aðdáendur í Kínaferð félagsins.

Kínverska fréttastofan Xinhua hélt því fram að leikmenn Manchester City hefðu sýnt hroka og virðingarleysi með því að vilja ekki umgangast kínverska aðdáendur og hafi enn fremur mismunað fréttamönnum frá Kína.



„Ég er er ósammála þessu enda eru þetta falskar fréttir,“ sagði Pep Guardiola.

„Ég skil bara ekki hvað fólk er að segja um okkur. Kannski er einn blaðamaður eitthvað ósáttur en ég veit ekki út af hverju því þetta er svo fjarri veruleikanum,“ sagði Guardiola.

„Við áttum frábæran tíma í Shanghæ. Við lögðum okkur fram við að vinna með heimamönnum eins og þú verður að gera þegar þú ert hér. Fólkið á hótelinu var að alltaf að biðja okkur um að gera hluti og við urðum við því,“ sagði Guardiola.

„Þetta er ný upplifun fyrir okkur á hverju ári. Þetta mun hjálpa okkur inn á vellinum en eins utan hans því við viljum sína hverju stórkostlegur klúbbur við erum. Við erum að reyna að gera betur á hverju ári. Ég er svo stoltur af því sem við höfum gert, öll markaðsdeildin og allt fólkið sem skipulagði ferðina,“ sagði Guardiola.

Raheem Sterling bætti síðan við: „Í hvert skipti sem við komum á hótelið eftir æfingu þá hittum við stuðningsfólk, við skrifum eiginhandaráritanir og við heilsuðum fólkinu. Mér fannst við ná þarna góðri teningu við kínverska fólkið. Mér fannst Kína vera frábær upplifun og ég held að allir strákarnir í liðinu hafi elskað þetta,“ sagði Raheem Sterling.

Manchester City spilaði tvo leiki í Kínaferðinni. Liðið vann West Ham í Nanjing en tapaði svo fyrir Wolves eftir vítakeppni í Shanghæ. Þeir fóru frá Kína tikl Hong Kong þar sem liðið mætir heimaliði á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×