Jarðarberjahúsið sprakk og Einar bóndi opnaði bílaverkstæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Einar Pálsson og garðyrkjufjölskyldan í Sólbyrgi siglir nú í mótbyr. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira