Með annan fótinn styttri og varð tveggja barna faðir sextán ára en er nú orðinn sá dýrasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 12:30 Wesley Moraes. Getty/Neville Williams Leikmaðurinn sem varð í vikunni sá dýrasti í sögu enska félagsins Aston Villa fór enga venjulega leið inn í ensku úrvalsdeildina. Wesley Moraes er nú orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Aston Villa eftir að enska félagið borgaði belgíska félaginu Club Brugge 22 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla framherja. Wesley Moraes, sem heitir fullu nafni Wesley Moraes Ferreira da Silva, er Brasilíumaður en hefur spilað með belgíska félaginu frá 2016. Hann skoraði 10 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð. Það þekkja kannski einhverjir til hans frá árunum með Club Brugge en mun færri þekkja sögu stráksins sem missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall.Born with one leg longer than the other Age 9: Lost his father to a brain tumour Age 15: Started 11-a-side football Age 16: Became a father to two children Age 18: Worked in a screws factory Age 22: Signed by Villa for £22 millionhttps://t.co/QdOelpC73l — GiveMeSport (@GiveMeSport) July 24, 2019Þegar menn fóru að skoða leið Wesley Moraes upp í ensku úrvalsdeildina þá komust menn að því að hann hefur ekki átt auðvelt líf síðan að hann fæddist árið 1996 í litlum bæ 200 kílómetrum frá Ríó. Faðir Moraes fékk heilaæxli og dó þegar hann var aðeins níu ára gamall. Sextán ára gamall var strákurinn búinn að eignast tvö börn með tveimur konum. Sonurinn Yan og dóttirin Maria eru nú bæði orðin sex ára gömul. Moraes þurfti líka að vinna í verksmiðju frá sextán ára aldri til að safna pening fyrir fjölskyldu sína á meðan hann reyndi samhliða því að koma sér áfram í fótboltanum. Hann fæddist líka með annan fótinn þremur sentímetrum styttri og fyrsti þjálfari hans í Evrópu, Robert Rybnicek hjá slóvakíska félaginu Trencín, talaði um það hann liti út fyrir að haltra inn á vellinum. Moraes fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku með Trencín þegar hann var átján ára gamall. Hann fékk að æfa með félaginu og vann sér inn samning. Eftir aðeins eitt tímabil þar var hann síðan kominn til Club Brugge. Nú er að sjá hvort þetta ævintýri hafi góðan endi og Wesley Moraes slái í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Brasilía Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Leikmaðurinn sem varð í vikunni sá dýrasti í sögu enska félagsins Aston Villa fór enga venjulega leið inn í ensku úrvalsdeildina. Wesley Moraes er nú orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu Aston Villa eftir að enska félagið borgaði belgíska félaginu Club Brugge 22 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla framherja. Wesley Moraes, sem heitir fullu nafni Wesley Moraes Ferreira da Silva, er Brasilíumaður en hefur spilað með belgíska félaginu frá 2016. Hann skoraði 10 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð. Það þekkja kannski einhverjir til hans frá árunum með Club Brugge en mun færri þekkja sögu stráksins sem missti föður sinn þegar hann var aðeins níu ára gamall.Born with one leg longer than the other Age 9: Lost his father to a brain tumour Age 15: Started 11-a-side football Age 16: Became a father to two children Age 18: Worked in a screws factory Age 22: Signed by Villa for £22 millionhttps://t.co/QdOelpC73l — GiveMeSport (@GiveMeSport) July 24, 2019Þegar menn fóru að skoða leið Wesley Moraes upp í ensku úrvalsdeildina þá komust menn að því að hann hefur ekki átt auðvelt líf síðan að hann fæddist árið 1996 í litlum bæ 200 kílómetrum frá Ríó. Faðir Moraes fékk heilaæxli og dó þegar hann var aðeins níu ára gamall. Sextán ára gamall var strákurinn búinn að eignast tvö börn með tveimur konum. Sonurinn Yan og dóttirin Maria eru nú bæði orðin sex ára gömul. Moraes þurfti líka að vinna í verksmiðju frá sextán ára aldri til að safna pening fyrir fjölskyldu sína á meðan hann reyndi samhliða því að koma sér áfram í fótboltanum. Hann fæddist líka með annan fótinn þremur sentímetrum styttri og fyrsti þjálfari hans í Evrópu, Robert Rybnicek hjá slóvakíska félaginu Trencín, talaði um það hann liti út fyrir að haltra inn á vellinum. Moraes fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku með Trencín þegar hann var átján ára gamall. Hann fékk að æfa með félaginu og vann sér inn samning. Eftir aðeins eitt tímabil þar var hann síðan kominn til Club Brugge. Nú er að sjá hvort þetta ævintýri hafi góðan endi og Wesley Moraes slái í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Brasilía Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira