Enski boltinn

Englandsmeistararnir skoruðu sex en fengu á sig eitt í næst síðasta æfingarleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raheem Sterling og David Silva
Raheem Sterling og David Silva vísir/getty
Manchester City lenti í engum vandræðum með Kitchee frá Hong Kong er liðin mættust í æfingarleik þar í landi í dag en lokatölur urðu 6-1 sigur City.

Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistaranna, stillti upp sterku liði enda styttist í ensku deildina og verið að fínpússa liðð fyrir átökin sem hefjast þar með Samfélagsskildinum 4. ágúst.







Það voru ekki liðnar nema þrettán mínútur er David Silva kom City yfir og fyrir hálfleik gerðu þeir Leroy Sane og Raheem Sterling sitt hvort markið.

Í síðari hálfleik bæti Sane við öðru marki sínu og fjórða marki á 55. mínútu áður en unglingurinn, Nabili Touaizi, skoraði á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður.

Heimamenn í Kitchee náðu að minnka muninn fimm mínútum fyrir leikslok áður en annar táningur, Iker Pozo bætti við sjötta marki City og lokatölur 6-1.

City spilar einn leik í viðbót í æfingarferð sinni um Asíu en fyrsti alvöru leikur tímabilsins er svo 4. ágúst er liðið mætir Liverpool í Samfélagsskildinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×