Tveir hjólreiðamenn reknir úr Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Luke Rowe, til hægri, var rekinn út keppninni í gær. EPA/MARCO BERTORELLO Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, eru nú í fullum gangi en sautjándi keppnisdagurinn fór fram í gær. Tveir keppendur geta þó farið að pakka saman þótt enn séu fjórar sérleiðir eftir. Forráðamenn Tour de France ákváðu nefnilega að reka tvo hjólreiðamenn úr Tour de France í gær fyrir slagsmál á þessari umræddu sautjándu sérleið. Þetta eru Bretinn Luke Rowe og Þjóðverjinn Tony Martin en þeim lenti saman undir lok leiðarinnar. Þeir Lowe og Martin sáust hrinda hvorum öðrum undir lokin á þessari 200 kílómetra sautjándu leið. Rowe talaði um að þeir hafi bara við að berjast um stöðu og að þeir höfðu tekist í hendur eftir keppni dagsins. Það dugði þó ekki til að losna við þessa hörðu refsingu enda hafa báðir lokið sautján keppnisdögum af 21. Liðssamvinnan skiptir máli í Tour de France og því bitnar fjarvera þeirra ekki aðeins á þeim sjálfum heldur einnig á liði þeirra. Luke Rowe er sem dæmi liðsfélagi Geraint Thomas hjá Ineos-liðinu en Thomas vann Frakklandshjólreiðarnar í fyrra. Tony Martin er liðsfélagi Steven Kruijswijk hjá Jumbo-Visma liðinu. Geraint Thomas missti líka liðsfélaga í fyrra en Gianni Moscon dæmdur úr leik í Tour de France 2018 fyrir kýla keppinaut. Liðin þeirra Luke Rowe og Tony Martin hafa áfrýjað þessum dómi sem mörgum þykir vera mjög harður. Luke Rowe og Tony Martin eru samt búnir að leysa sína mál og þeir birtu sameiginlega afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan. Frakkinn Julian Alaphilippe er í forystu eftir sautján keppnisdaga en í öðru sæti er Geraint Thomas. Þriðji er síðan Steven Kruijswijk. Alaphilippe tók forystuna á áttunda degi og hefur haldið henni síðan.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira