Fimm daga kyrrsetningu aflétt Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 06:20 GippsAero GA8 Airvan 8-flugvélar voru kyrrsettar í um fimm daga. Wikipedia Commons Flugmálayfirvöld afléttu í gærkvöldi kyrrsetningu á GA8 Airvan flugvélum, sem kyrrsettar voru fyrir tæpri viku vegna flugslyss í Umeå í Svíþjóð. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Circle Air, greinir frá þessu í tilkynningu sem hann sendi frá sér í nótt. Circle Air, sem gerir út þyrlur og flugvélar frá Akureyri, er með tvær sambærilegar vélar í notkun. Níu fórust í slysinu í Svíþjóð, þegar vél þessarar gerðar brotlenti á eyjunni Storsandskär um miðjan júlímánuð, en flugmálayfirvöld í Evrópusambandinu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi ákváðu að kyrrsetja vélarnar um liðna helgi. Fyrstu rannsóknir á slysinu benda til að slysið megi ekki rekja til hönnunar- eða smíðagalla - „heldur óskyldra atriða sem snerta hvorki flughæfi né öryggi flugvéla af þessari tegund,“ eins og Þorvaldur kemst að orði. Af þeim sökum hafi kyrrsetningunni verið aflétt, fimm dögum eftir að henni var komið á. Þorvaldur segir að með ákvörðun flugmálayfirvalda geti fyrirtæki hans tekið vélarnar sínar „tafarlaust“ í notkun aftur. Áhrif kyrrsetningarinnar hafi þó verið lágmörkuð „með ýmis konar aðgerðum og samvinnu við aðra flugrekendur,“ að sögn Þorvaldar. Fréttir af flugi Svíþjóð Tengdar fréttir Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í við borgina Umeå í gær. 15. júlí 2019 07:15 Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Flugmálayfirvöld afléttu í gærkvöldi kyrrsetningu á GA8 Airvan flugvélum, sem kyrrsettar voru fyrir tæpri viku vegna flugslyss í Umeå í Svíþjóð. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Circle Air, greinir frá þessu í tilkynningu sem hann sendi frá sér í nótt. Circle Air, sem gerir út þyrlur og flugvélar frá Akureyri, er með tvær sambærilegar vélar í notkun. Níu fórust í slysinu í Svíþjóð, þegar vél þessarar gerðar brotlenti á eyjunni Storsandskär um miðjan júlímánuð, en flugmálayfirvöld í Evrópusambandinu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi ákváðu að kyrrsetja vélarnar um liðna helgi. Fyrstu rannsóknir á slysinu benda til að slysið megi ekki rekja til hönnunar- eða smíðagalla - „heldur óskyldra atriða sem snerta hvorki flughæfi né öryggi flugvéla af þessari tegund,“ eins og Þorvaldur kemst að orði. Af þeim sökum hafi kyrrsetningunni verið aflétt, fimm dögum eftir að henni var komið á. Þorvaldur segir að með ákvörðun flugmálayfirvalda geti fyrirtæki hans tekið vélarnar sínar „tafarlaust“ í notkun aftur. Áhrif kyrrsetningarinnar hafi þó verið lágmörkuð „með ýmis konar aðgerðum og samvinnu við aðra flugrekendur,“ að sögn Þorvaldar.
Fréttir af flugi Svíþjóð Tengdar fréttir Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í við borgina Umeå í gær. 15. júlí 2019 07:15 Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst í við borgina Umeå í gær. 15. júlí 2019 07:15
Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54