Heimsmeistarinn gerir heimildarmynd með leikstjóra Titanic Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2019 15:00 Lewis Hamilton vísir/getty Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag. Formúla Hollywood Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton er ekki aðeins heimsmeistari í Formúlu 1 heldur er hann líka orðinn framleiðandi í Hollywood. Hamilton tilkynnti í vikunni að hann væri einn af framleiðundum heimildarmyndar James Cameron. Cameron er heimsfrægur leikstjóri og framleiðandi, einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Titanic, Avatar og The Terminator. Heimildarmyndin fjallar um veganisma og er talað við þekkta íþróttamenn og leikara sem eru grænkerar. Hamilton hætti að borða dýraafurðir fyrir nokkrum árum. Breski ökuþórinn segir þá ákvörðun að gerast grænkeri hafa átt stóran hlut í hversu vel hann hefur staðið sig í íþrótt sinni á síðustu tímabilum, en hann hefur blómstrað síðustu ár og er nú annar sigursælasti ökuþór sögunnar. „Ég eyði miklum tíma í Los Angeles og þegar ég er þar þá koma upp mörg tækifæri og ég hef setið marga fundi í kvikmyndabransanum,“ sagði hinn 34 ára Hamilton við The Times. „Ég hef mjög mikinn áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég heyrði að James Cameron vildi hafa samband við mig þá stökk ég á tækifærið.“ Arnold Schwarzenegger, Novak Djokovic, Chris Paul og Jackie Chan koma allir fram í myndinni ásamt því að vera á meðal framleiðanda. Áður en Hamilton prýðir skjái heimsbyggðarinnar í myndinni verður hann í eldlínunni á Stöð 2 Sport um helgina þar sem hann tekur þátt í Formúlu 1 kappakstrinum í Þýskalandi. Bein útsending hefst frá tímatökunni klukkan 12:50 á morgun, laugardag, og keppnin sjálf er á sama tíma á sunnudag.
Formúla Hollywood Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti