Fólk svangt en engar matarúthlutanir Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 27. júlí 2019 07:15 Opið er hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í allt sumar. Fréttablaðið/GVA „Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
„Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira