Fólk svangt en engar matarúthlutanir Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 27. júlí 2019 07:15 Opið er hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í allt sumar. Fréttablaðið/GVA „Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira