Fólk svangt en engar matarúthlutanir Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 27. júlí 2019 07:15 Opið er hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í allt sumar. Fréttablaðið/GVA „Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
„Þetta er alveg hræðilegt ástand,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, stjórnandi hópsins Matarhjálp Neyðarkall á Facebook. Í hópnum eru rúmlega 3.600 manns sem ýmist vanhagar um mat og aðrar nauðsynjar eða vilja hjálpa þeim sem þangað leita. „Við tengjum saman fólk sem vantar hjálp og þá sem vilja hjálpa,“ segir Áslaug. Fólk getur óskað eftir hjálp á síðunni og þeir sem vilja hjálpa geta sett sig í samband við þann sem hjálpina vantar. „Svo getur fólk einnig haft samband við mig því það eru margir sem hreinlega hafa ekki kjark til að koma fram undir nafni og biðja um hjálp.“ „Það nær engri átt að hafa lokað í tvo mánuði,“ segir Áslaug, en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp hafa lokað fyrir matarúthlutanir hluta sumars. „Við erum nú þegar búin að hjálpa um 40 fjölskyldum um mat og nauðsynjar en ég er enn þá með átta fjölskyldur á skrá,“ bætir Áslaug við. Hún segir að flesta vanti mat en dæmi séu um fjölskyldur sem ekki geti leyst út lyf úr apótekum og eigi ekki föt á börnin. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hefur starfað hjá samtökunum í sextán ár og er þetta í fyrsta sinn sem lokað er yfir sumartímann. „Við verðum að loka í átta vikur í júlí og ágúst,“ segir Ásgerður. Ástæðuna segir hún vera fjárhag samtakanna. „Við erum að borga hátt í 1.200 þúsund krónur í húsaleigu bæði hér í Reykjavík og á Reykjanesi. Nú er staðan bara þannig að við sáum okkur ekki fært að vera með opið í júlí og ágúst, bara því miður. Auðvitað finnst okkur þetta mjög leiðinlegt og mjög sárt,“ segir Ásgerður. Mæðrastyrksnefnd er lokuð frá 20. júní til 20. ágúst og hefur frá upphafi verið lokað þar yfir sumartímann. „Þetta er sumarfríið okkar,“ segir Aðalheiður Fransdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Bæði Ásgerður og Aðalheiður eru sammála um að mikið sé um að fólki vanhagi um mat og aðrar nauðsynjar og bendir Ásgerður á að opið sé á flóamarkaði Fjölskylduhjálpar þar sem hægt sé að kaupa föt og aðrar vörur á lágu verði. Aðalheiður segir að mikil þörf sé á hjálp fyrir ákveðinn hóp fólks og að þrátt fyrir lokanir sé reynt að sinna skjólstæðingum. „Við svörum öllum símtölum og ef það er eitthvað sem er áríðandi þá afgreiðum við það,“ segir Aðalheiður. Fólk í neyð getur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar og fengið þar kort sem nota má í stórmörkuðum landsins. „Það er aldrei lokað á sumrin hjá okkur,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Forgangsröðunin hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu eru barnafjölskyldur númer eitt en þar sem engin önnur hjálparsamtök eru þá færðu aðstoð hjá okkur ef þú uppfyllir öll skilyrði,“ segir Vilborg. „Við erum að horfa alltaf á tekjur og útgjöld, fólk getur ekki bara labbað inn til okkar og fengið aðstoð, það þarf að uppfylla ákveðnar forsendur.“ Opið er fyrir umsóknir um aðstoð alla miðvikudaga hjá Hjálparstarfi kirkjunnar á milli klukkan 12 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent