Þorsteinn: Kvarta ekki yfir fimm mörkum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júlí 2019 16:21 Þorsteinn er þjálfari Breiðabliks vísir/bára Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45