Fyrir leikinn í dag höfðu Akureyringar tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar án þess að skora.
Agnes Birta Stefánsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros skoruðu fyrir Þór/KA í dag, sín fyrstu mörk í efstu deild. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var einnig á skotskónum.
Caroline Van Slambrouck skoraði mark ÍBV sem er í 6. sæti deildarinnar með tólf stig, tveimur stigum frá fallsæti. Þór/KA er í 3. sætinu með 20 stig.
Mörkin úr leiknum á Akureyri í dag má sjá hér fyrir neðan.