Krakkarnir keppa í kökuskreytingakeppni á Unglingalandsmótinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 17:45 Einbeiting skín úr andliti þessarar stelpu sem keppti á Unglingalandsmótinu í fyrra. Mynd/UMFÍ Unglingalandsmóti UMFÍ í ár fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þar er alltaf boðið upp á skemmtilegar og öðruvísi íþróttagreinar og það er engin breyting á því í ár. „Margir þátttakendur í kökuskreytingakeppninni leggja sig alla fram, koma með eigin matarlit og hafa skorið út úr sykurmassa. Það má koma með ýmislegt í keppnina, eigið skraut og fleira,“ segir Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ, í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Keppni í kökuskreytingum var ein af nýju greinunum sem boðið var upp á í fyrsta sinn á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum árið 2017. Greinin sló í gegn og fjölmenntu metnaðarfullir þátttakendur á aldrinum 11-18 ára í keppnina. Aftur var keppt í kökuskreytingum í Þorlákshöfn í fyrra og nú um verslunarmannahelgina á Höfn. Þátttakendur leggja margir ekki aðeins metnað í kökuskreytingarnar heldur mæta líka margir í flottum búningum. Þemað í kökuskreytingakeppninni í ár er í samræmi við Hornafjörð en keppendur eiga að vinna með jökla.Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ.Mynd/UMFÍ„Það verður allt lagt í flotta skreytingu,“ segir Þórdís sérgreinastjóri. „Þátttakendur fá tvo kökubotna hjá okkur en hafa verið að kanna hvort þau megi koma með aukabotn til að hækka kökurnar. Ég er að skoða það því ég tek undir með þeim að sumar kökur líta betur út þegar þær eru hærri.“ Þórdís er sjálf reynslubolti í kökuskreytingum og kenndi heimilisfræði í grunnskólanum á Höfn. „Ég baka mínar kökur sjálf og hef ástríðu fyrir því að skreyta kökur. Ég hef gerð þær margar og eru ánægðust með Barbie-kökur, sem eru líka erfiðustu kökurnar sem ég hef gert,“ segir hún.Mynd/UMFÍÞátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ þurfa hvorki að vera skráðir í ungmenna- né íþróttafélag. Ef viðkomandi vill taka þátt í hópíþrótt, knattspyrnu, körfubolta eða annarri grein en er ekki í liði þá er hann eða hún sett í lið með jafnöldum sínum víða að frá landinu. Með þessu móti er mótið vettvangur nýrra kynna og gleði þar sem allir hafa kost á að njóta þess að taka þátt í íþróttum og hreyfingu. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjölmörgum greinum. Þær eru biathlon, sem margir þekkja sem hlaupaskotfimi, bogfimi, fimleikalíf og fimleikar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, glíma, golf, götuhjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund og upplestur. Heilmikið verður í boði á Höfn alla mótsdagana. Öll kvöld verða svo tónleikar í samkomutjaldi við sundlaugina á Höfn. Þar koma fram DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Briét, Daði Freyr, GDRN og Una Stef & The SP 74. Íþróttir Krakkar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Unglingalandsmóti UMFÍ í ár fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þar er alltaf boðið upp á skemmtilegar og öðruvísi íþróttagreinar og það er engin breyting á því í ár. „Margir þátttakendur í kökuskreytingakeppninni leggja sig alla fram, koma með eigin matarlit og hafa skorið út úr sykurmassa. Það má koma með ýmislegt í keppnina, eigið skraut og fleira,“ segir Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ, í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Keppni í kökuskreytingum var ein af nýju greinunum sem boðið var upp á í fyrsta sinn á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum árið 2017. Greinin sló í gegn og fjölmenntu metnaðarfullir þátttakendur á aldrinum 11-18 ára í keppnina. Aftur var keppt í kökuskreytingum í Þorlákshöfn í fyrra og nú um verslunarmannahelgina á Höfn. Þátttakendur leggja margir ekki aðeins metnað í kökuskreytingarnar heldur mæta líka margir í flottum búningum. Þemað í kökuskreytingakeppninni í ár er í samræmi við Hornafjörð en keppendur eiga að vinna með jökla.Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ.Mynd/UMFÍ„Það verður allt lagt í flotta skreytingu,“ segir Þórdís sérgreinastjóri. „Þátttakendur fá tvo kökubotna hjá okkur en hafa verið að kanna hvort þau megi koma með aukabotn til að hækka kökurnar. Ég er að skoða það því ég tek undir með þeim að sumar kökur líta betur út þegar þær eru hærri.“ Þórdís er sjálf reynslubolti í kökuskreytingum og kenndi heimilisfræði í grunnskólanum á Höfn. „Ég baka mínar kökur sjálf og hef ástríðu fyrir því að skreyta kökur. Ég hef gerð þær margar og eru ánægðust með Barbie-kökur, sem eru líka erfiðustu kökurnar sem ég hef gert,“ segir hún.Mynd/UMFÍÞátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ þurfa hvorki að vera skráðir í ungmenna- né íþróttafélag. Ef viðkomandi vill taka þátt í hópíþrótt, knattspyrnu, körfubolta eða annarri grein en er ekki í liði þá er hann eða hún sett í lið með jafnöldum sínum víða að frá landinu. Með þessu móti er mótið vettvangur nýrra kynna og gleði þar sem allir hafa kost á að njóta þess að taka þátt í íþróttum og hreyfingu. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjölmörgum greinum. Þær eru biathlon, sem margir þekkja sem hlaupaskotfimi, bogfimi, fimleikalíf og fimleikar, frisbígolf, frjálsar íþróttir, íþróttir fatlaðra, glíma, golf, götuhjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund og upplestur. Heilmikið verður í boði á Höfn alla mótsdagana. Öll kvöld verða svo tónleikar í samkomutjaldi við sundlaugina á Höfn. Þar koma fram DJ Sura, Úlfur Úlfur, Salka Sól, Briét, Daði Freyr, GDRN og Una Stef & The SP 74.
Íþróttir Krakkar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira