Hætta af glæfraakstri ökuþóra í Norðurfirði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. júlí 2019 06:30 Elín Agla Briem. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Það varð slys þarna í maí þegar það var keyrt á hvolp hérna af bíl sem keyrði mjög hratt og hraðaksturinn var ástæða slyssins,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri í Norðurfirði. Hún lagði nýlega fyrir bréf til umræðu á hreppsnefndarfundi í Árneshreppi, þar sem hún gagnrýndi ökuhraða á hafnar- og verslunarsvæðinu í Norðurfirði. „Það er þarna þrjátíu kílómetra hámarkshraði en fólk er að keyra á 60-70 kílómetra hraða. Ég er með barn hérna og það er hér fullt af börnum yfir sumartímann, þetta er bara mikil slysahætta svo ég benti sveitarstjórninni á þetta,“ segir Elín Agla. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að vel hafi verið tekið í erindi Elínar Öglu og bætir við að hún hafi sjálf gengið beint í málið. „Ég sendi Vegagerðinni bréf strax í kjölfarið á bréfinu frá Elínu Öglu og við erum komin með svör og viðbrögð frá Vegagerðinni varðandi þetta. Því miður gengur þetta oft aðeins hægar en maður myndi vilja en svoleiðis er það, en þetta verður að laga,“ segir Eva. „Það eru allir sammála um þetta, það er öllum umhugað um öryggi og það að koma í veg fyrir svona slysahættu,“ segir Elín Agla, en ekki hefur ríkt mikil samstaða á milli Elínar og Evu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Svör Vegagerðarinnar verða kynnt á hreppsnefndarfundi í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengust jákvæð viðbrögð við erindinu og hyggst Vegagerðin senda fulltrúa á svæðið til þess að kanna aðstæður og bregðast við. „Þar til það gerist þurfum við sjálf að grípa til aðgerða. Ástandið á Djúpavík er svipað og hér, þar er líka keyrt allt of hratt. Í fyrra var talan þrjátíu máluð á götuna þar en það entist ekki lengi. Slíkt hið sama verður líklega gert hér,“ segir Eva. Aðspurð hvað líklegast væri til árangurs segir Eva að hraðahindranir bæði í Norðurfirði og á Djúpavík myndu hægja á umferð. „Það verður bara að laga þetta, við erum alveg heit fyrir því að þetta verði tekið í gegn. Það er ekki hægt að leika rúllettu með líf fólks hérna í kringum okkur.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það varð slys þarna í maí þegar það var keyrt á hvolp hérna af bíl sem keyrði mjög hratt og hraðaksturinn var ástæða slyssins,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri í Norðurfirði. Hún lagði nýlega fyrir bréf til umræðu á hreppsnefndarfundi í Árneshreppi, þar sem hún gagnrýndi ökuhraða á hafnar- og verslunarsvæðinu í Norðurfirði. „Það er þarna þrjátíu kílómetra hámarkshraði en fólk er að keyra á 60-70 kílómetra hraða. Ég er með barn hérna og það er hér fullt af börnum yfir sumartímann, þetta er bara mikil slysahætta svo ég benti sveitarstjórninni á þetta,“ segir Elín Agla. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að vel hafi verið tekið í erindi Elínar Öglu og bætir við að hún hafi sjálf gengið beint í málið. „Ég sendi Vegagerðinni bréf strax í kjölfarið á bréfinu frá Elínu Öglu og við erum komin með svör og viðbrögð frá Vegagerðinni varðandi þetta. Því miður gengur þetta oft aðeins hægar en maður myndi vilja en svoleiðis er það, en þetta verður að laga,“ segir Eva. „Það eru allir sammála um þetta, það er öllum umhugað um öryggi og það að koma í veg fyrir svona slysahættu,“ segir Elín Agla, en ekki hefur ríkt mikil samstaða á milli Elínar og Evu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Svör Vegagerðarinnar verða kynnt á hreppsnefndarfundi í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengust jákvæð viðbrögð við erindinu og hyggst Vegagerðin senda fulltrúa á svæðið til þess að kanna aðstæður og bregðast við. „Þar til það gerist þurfum við sjálf að grípa til aðgerða. Ástandið á Djúpavík er svipað og hér, þar er líka keyrt allt of hratt. Í fyrra var talan þrjátíu máluð á götuna þar en það entist ekki lengi. Slíkt hið sama verður líklega gert hér,“ segir Eva. Aðspurð hvað líklegast væri til árangurs segir Eva að hraðahindranir bæði í Norðurfirði og á Djúpavík myndu hægja á umferð. „Það verður bara að laga þetta, við erum alveg heit fyrir því að þetta verði tekið í gegn. Það er ekki hægt að leika rúllettu með líf fólks hérna í kringum okkur.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira